Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. maí 2025 10:00 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kjaramál Jafnréttismál Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar