Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar 29. maí 2025 16:30 Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við búum í frjálsu landi, einu frjálsasta samfélagi heimsins. Hér getum við tjáð okkur og gert það sem við viljum svo fremi það skaði ekki aðra. Þetta er hornsteinn lýðræðis okkar, menningar og hugmyndafræði. Þessu frelsi fylgir ábyrgð, og ábyrgðin felst í því að verja þetta frelsi fyrir íhaldsöflum sem vilja þrengja að breytingum í samfélaginu þegar þær henta þeim ekki. Þessi íhaldsöfl eiga það sameiginlegt að vera á einhvern hátt handhafar valds, hvort sem það er raunverulegt vald eða ímyndað vald. Dæmi um handhafa valds eru t.d. eigendur kvótans og fjármagnseigendur (bankarnir). Við höfum séð nýlega hvað gerist þegar þessu valdi er ógnað. Það fer á yfirsnúning til að vernda sig, þrátt fyrir að hafa yfirburðarstöðu í samfélaginu. En það er líka annarskonar vald sem er ekki jafn augljóst og það er valdið sem felst í hinu hvíta feðraveldi Íslands. Lengst af í sögu okkar hefur þetta vald verið ósýnilegt, falið og haft sig lítið í frammi. Ástæðan er sú að þessu valdi hefur ekki oft verið ógnað í gegnum tíðina. Við höfum alist upp í þeirri trú að á Íslandi séu öll velkomin, hér séu engir fordómar, enginn rasismi og engin útlendingaandúð. Við horfðum til nágrannalanda okkar og hristum hausinn yfir þeim vandamálum sem þau voru að glíma við í þessum efnum, klöppuðum okkur á bakið og sögðum: „Við erum svo góð, við erum ekki með svona vandamál, við erum ekki rasistar“. Staðreyndin er allt önnur. Þangað til mjög nýlega voru Íslendingar nánast eingöngu hvítir og kristnir. Þeir fáu útlendingar sem hér bjuggu tala mörg um að það hafi verið erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi, þau segjast hafa fundið fyrir hreinni andúð og tortryggni vegna þess að þau voru öðruvísi. Núna þegar samsetning samfélagsins hefur gjörbreyst á undraskömmum tíma sitjum við uppi með þessi sömu vandamál og við sáum nágrannaþjóðir okkar glíma við fyrir 30-40 árum síðan. Það sem við hefðum getað gert, en gerðum ekki, var að læra af mistökum þeirra. Við hefðum átt að taka á móti útlendingum sem hingað koma með inngildingu að leiðarljósi í stað þess að mæta þeim með tortryggni og útilokun. Núna stöndum við frammi fyrir því að við erum búin að búa til tvær þjóðir í landinu, við og hin. „Við“ erum hinir „upprunalegu“ Íslendingar. Við erum hvít, tilheyrum þjóðkirkjunni, rekjum ættir okkar til Skandinavíu og þykjumst vera víkingar (sorrý, við vorum einmitt ekki víkingar, réttara er að við vorum flóttafólk úr okkar heimahaga í Noregi). „Hin“ eru útlendingar sem hafa komið hingað vegna þess að hér er að finna vinnu, réttlátt og öruggt samfélag, tækifæri til menntunar, heilbrigðiskerfi, frelsi og betra líf. Nú þegar upp blossa árekstrar milli okkar og hinna erum við fljót að detta ofan í fordómagryfjuna sem við höfum hreykt okkur af að sé ekki til staðar hér. Þegar útlendingar fremja glæpi erum við til í að fordæma, já fordæma, það er það sama og fordómar. Heilu hópar fólks sem líta öðruvísi út en við, trúa á annan guð, hafa aðrar venjur og siði og tala annað tungumál eru fordæmdir. Eitt skal yfir alla ganga. Ef Sýrlendingur nauðgar þá eru allir Sýrlendingar nauðgarar, ef svartur maður flýr úr fangelsi þá eru allir svartir menn grunsamlegir og hættulegir. Svona er að vera partur af „hinum“ ef einhver úr þeim hóp hagar sér illa þá er skuldinni skellt á þau öll. Svona er þetta hins vegar ekki með „okkur“ þegar hvítur íslenskur karlmaður nauðgar þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn nauðgarar, þegar hvítur íslenskur karlmaður flýr úr fangelsi þá eru ekki allir hvítir íslenskir karlmenn grunsamlegir og hættulegir. Þetta eru fordómar og þetta eru viðbrögð hins hvíta íslenska feðraveldis sem upplifir að sér sé ógnað af utanaðkomandi áhrifum. Jú það eru vandamál vegna innflytjenda, það eru árekstrar, það er menningarmunur. Innflytjendur þurfa að fylgja lögum og reglum á Íslandi eins og allir aðrir og virða mannréttindi. Margir innflytjendur koma úr samfélögum gerólíkum Íslandi og það tekur tíma að aðlagast og það þarf hjálp og fræðslu, sem við höfum alls ekki verið dugleg að veita, til að aðlagast. Það er erfitt að vera innflytjandi og venjast gerólíkri menningu, það er líka erfitt að taka á móti innflytjendum. En það er okkar ábyrgð, sem frjálst samfélag. Það sem innflytjendur hvar sem er í heiminum þurfa fyrst og fremst er að mæta ekki fordómum heldur kærleik og gestrisni. Að þau finni fyrir því að hér sé gott að vera en ekki að þau þurfi að brynja sig fyrir fordómum „okkar“ sem fyrir erum. Að þau finni að þau séu velkomin, að þau hafi hlutverk og gildi í nýju samfélagi. Að finna að þeim sé hjálpað en ekki að steinn sé lagður í götu þeirra. Við hreykjum okkur, sem fyrr segir, af því að vera umburðarlynd. Segjum að það sé rétt, hvað felst þá í umburðarlyndinu? Það er t.d. að dæma ekki of harkalega þegar fólki verða á mistök. Það er að dæma fólk ekki fyrirfram vegna staðalímynda. En það er líka að standa upp þegar við verðum vitni að óréttlæti, ójafnrétti og fordómum. Því það er eitt sem að umbyrðarlynt fólk hefur ekki umburðarlyndi fyrir og það er hið ofantalda: óréttlæti, ójafnrétti og fordómar. En að frelsinu, tjáningarfrelsinu sérstaklega. Það hafa öll rétt til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri en um leið gefur það öðrum rétt til að gagnrýna það sem sagt er. Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi, leyfum ekki lýðskrumurum að ala á ótta gegn þeim sem eru öðruvísi en við, tökum á móti þeim sem eru í viðkvæmari stöðu en við með kærleik og gestrisni. Einungis þannig tökum við á þeim vandamálum sem við glímum við vegna aukins fjölbreytileika hins áður mjög einsleita samfélags sem hér þreifst öldum saman. Höfundur er heimspekingur
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun