Mikill munur á aðgengi að líknarmeðferð í Evrópu Kristín Lára Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2025 08:32 Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Skoðun Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun