Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 16:24 Hæstiréttur Bandaríkjanna. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. Dómarar á lægri stigum höfðu meinað Trump að svipta þetta fólk umræddri vernd. Um er að ræða rúmlega hálfa milljón manna en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómstóllinn heimilar Trump að svipta farandfólki vernd frá brottvísun. Stutt er síðan dómstóllinn heimilaði Trump að svipta um 350 þúsund manns frá Venesúela sambærilegri vernd, eins og fram kemur í grein Washington Post. Báðir hóparnir fengu vernd í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta. Forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað í gegnum árin boðið tilteknum hópum farand- og flóttafólks þessa vernd. Aðgerðir Bidens á þessu sviði voru þó umfangsmeiri en áður hefur þekkst. Um er að ræða skyndiúrskurð og verður málið tekið betur fyrir seinna meir. Þangað til verður Trump heimilt að svipta fólkið landvistarleyfi og vísa því úr landi. Lögmenn farandfólksins höfðu sagt að ákvörðun Trumps um að svipta þau vernd gegn brottvísun færi gegn lögum og væri handhófskennd og duttlungafull. Hæstiréttur færði ekki rök fyrir úrskurðinum, eins og algengt er með skyndiúrskurði en tveir dómarar birtu þó rök gegn úrskurðinum. Þær Ketanji Brown Jackson og Sonia Sotomayor skrifuðu að úrskurðurinn myndi hafa gífurleg áhrif á líf hundruð þúsunda og snúa lífum þeirra á hvolf áður en mál þeirra hafi verið tekin fyrir af kerfinu sem á að gera það. Frá því Trump tók við embætti forseta hafa dómarar ítrekað staðið í vegi hans og úrskurðað aðgerðir hans og brottvísanir ólöglegar. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Dómarar á lægri stigum höfðu meinað Trump að svipta þetta fólk umræddri vernd. Um er að ræða rúmlega hálfa milljón manna en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómstóllinn heimilar Trump að svipta farandfólki vernd frá brottvísun. Stutt er síðan dómstóllinn heimilaði Trump að svipta um 350 þúsund manns frá Venesúela sambærilegri vernd, eins og fram kemur í grein Washington Post. Báðir hóparnir fengu vernd í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta. Forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað í gegnum árin boðið tilteknum hópum farand- og flóttafólks þessa vernd. Aðgerðir Bidens á þessu sviði voru þó umfangsmeiri en áður hefur þekkst. Um er að ræða skyndiúrskurð og verður málið tekið betur fyrir seinna meir. Þangað til verður Trump heimilt að svipta fólkið landvistarleyfi og vísa því úr landi. Lögmenn farandfólksins höfðu sagt að ákvörðun Trumps um að svipta þau vernd gegn brottvísun færi gegn lögum og væri handhófskennd og duttlungafull. Hæstiréttur færði ekki rök fyrir úrskurðinum, eins og algengt er með skyndiúrskurði en tveir dómarar birtu þó rök gegn úrskurðinum. Þær Ketanji Brown Jackson og Sonia Sotomayor skrifuðu að úrskurðurinn myndi hafa gífurleg áhrif á líf hundruð þúsunda og snúa lífum þeirra á hvolf áður en mál þeirra hafi verið tekin fyrir af kerfinu sem á að gera það. Frá því Trump tók við embætti forseta hafa dómarar ítrekað staðið í vegi hans og úrskurðað aðgerðir hans og brottvísanir ólöglegar. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55
Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent