Ólympíumeistarinn þarf að fara í kynjapróf til að fá að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 23:21 Imane Khelif kyssir hér Ólympíugullið eftir sigur sinn í París í ágúst í fyrra. Getty/Richard Pelham Nýja yfirvaldið í hnefaleikaheiminum, World Boxing, hefur ákveðið að skylda alla keppendur á sínum vegum til að gangast undir kynjapróf. Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn. Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45
„Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03