Er ekki tími til kominn að tengja? Kristín María Birgisdóttir skrifar 31. maí 2025 07:02 Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar