Er ekki tími til kominn að tengja? Kristín María Birgisdóttir skrifar 31. maí 2025 07:02 Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun