Hinn óseðjandi Eiríkur Ólafsson skrifar 1. júní 2025 21:31 Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar