Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 09:21 Það minnir lítið á vorið í Vaglaskógi í dag. Hvað þá sumarið. Aðsend Það er fátt sem minnir á vorið í Vaglaskógi um þessar mundir en töluverð snjóþyngsli eru á svæðinu. Fréttastofa náði af tali af konu sem er í útilegu með eiginmanni sínum. Hún segir bæði gasgrill og -hitara á fullum krafti til að bjarga fortjaldinu undan þungum snjónum. Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira