Notkun rafbyssa í samræmi við markmið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júní 2025 12:01 Birna Blöndal lögreglufulltrúi. Vísir/Arnar Tvöföldun hefur orðið á milli ársfjórðunga á þeim tilvikum þar sem lögreglumenn hafa tekið upp rafbyssur við handtöku en slíku vopni hefur þrisvar verið beitt á fyrsta ársfjórðungi á þessa árs. Lögreglufulltrúi segir að notkunin sé í samræmi við markmið lögreglu þegar vopnin voru fyrst tekin til notkunar. Lögreglumenn vopnuðust rafbyssum í fyrsta sinn í september síðastliðnum. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt ársfjórðungsskýrslu yfir notkun vopnanna en þar kemur fram að lögreglumenn hafi beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dregið hana úr slíðri 28 sinnum við handtöku. Um er að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssa á milli ársfjórðunga en byssurnar voru einungis þrettán sinnum teknar upp við handtöku á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og tvisvar beitt. Birna Blöndal lögreglufulltrúi hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu segir aukninguna ekki áhyggjuefni. „Það sem við þurfum að hafa í huga er að lögreglu ber hverju sinni að velja vægasta úrræði sem völ er á og við verðum að taka mið af aðstæðum á vettvangi þegar við erum að velja hvaða valdbeitingu við ætlum að beita og ef við horfum á þessar tölur þannig, sú staðreynd að það sé verið að draga tazer oftar úr slíðri er ekki endilega að sýna að lögregla sé að beita meira valdi, lögregla er að kjósa að velja þetta tæki og nota það til að leysa málin í staðinn fyrir að fara inn í handtöku, setja hendur á fólk eða beita kylfu eða varnarúðanum þannig að í rauninni í þessum samanburði er þetta vægara úrræði heldur en að nálgast einstaklinginn og beita kylfu eða varnarúða.“ Ekki sé um að ræða aukningu á grófari valdbeitingu. Notkunin sé í samræmi við þau markmið sem lögregla hafi lagt upp með í byrjun þegar byssurnar voru teknar í notkun. „Þetta er í rauninni svoldið svona það sem við lögðum upp með þegar við fórum af stað með þetta rafvarnarvopnaverkefni að við vorum að horfa á tölur frá Bretlandi þar sem tölfræðin frá þeim var að sýna að í allt að 90 prósent tilfella þá væri nóg að kynna tazerinn til leiks.“ Lögreglan Rafbyssur Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Lögreglumenn vopnuðust rafbyssum í fyrsta sinn í september síðastliðnum. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt ársfjórðungsskýrslu yfir notkun vopnanna en þar kemur fram að lögreglumenn hafi beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dregið hana úr slíðri 28 sinnum við handtöku. Um er að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssa á milli ársfjórðunga en byssurnar voru einungis þrettán sinnum teknar upp við handtöku á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og tvisvar beitt. Birna Blöndal lögreglufulltrúi hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu segir aukninguna ekki áhyggjuefni. „Það sem við þurfum að hafa í huga er að lögreglu ber hverju sinni að velja vægasta úrræði sem völ er á og við verðum að taka mið af aðstæðum á vettvangi þegar við erum að velja hvaða valdbeitingu við ætlum að beita og ef við horfum á þessar tölur þannig, sú staðreynd að það sé verið að draga tazer oftar úr slíðri er ekki endilega að sýna að lögregla sé að beita meira valdi, lögregla er að kjósa að velja þetta tæki og nota það til að leysa málin í staðinn fyrir að fara inn í handtöku, setja hendur á fólk eða beita kylfu eða varnarúðanum þannig að í rauninni í þessum samanburði er þetta vægara úrræði heldur en að nálgast einstaklinginn og beita kylfu eða varnarúða.“ Ekki sé um að ræða aukningu á grófari valdbeitingu. Notkunin sé í samræmi við þau markmið sem lögregla hafi lagt upp með í byrjun þegar byssurnar voru teknar í notkun. „Þetta er í rauninni svoldið svona það sem við lögðum upp með þegar við fórum af stað með þetta rafvarnarvopnaverkefni að við vorum að horfa á tölur frá Bretlandi þar sem tölfræðin frá þeim var að sýna að í allt að 90 prósent tilfella þá væri nóg að kynna tazerinn til leiks.“
Lögreglan Rafbyssur Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira