Þegar ég fékk séns Heiða Ingimarsdóttir skrifar 5. júní 2025 07:02 „Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun