Stjórnleysi í íslenskri dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar 4. júní 2025 15:30 Það er sama hvar er borið niður í íslenskri dýravernd, alls staðar blasir við stjórn og agaleysi, skeytingarleysi flestra á lögum um velferð dýra. Þetta fullyrði ég eftir að hafa fylgst með henni gaumgæfilega í rúman áratug með ærna þekkingu í farteskinu, heila rannsókn á háskólastigi í 18 mánuði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga sem lauk með ályktuninni og gælunafninu: hin leynda þjáning búfjár á Íslandi. Þá ályktun gæti ég léttilega rýmkað í dag og sagt: hin leynda þjáning dýra á Íslandi. Alger fræðsluskortur þó lögskyldur sé Hvergi á sviði dýraverndar er að finna rökhugsun að mínu mati. Tómlæti opinberra aðila er algert. Í dýravernd felst t.d. að tryggja að gæludýraeigendur verði sér úti um viðunandi fræðslu um umgengni við gæludýr, að tryggt sé að bændur annist búfé sitt á viðeigandi hátt......svona mætti endalaust telja upp. Áberandi er hvað hundaeigendur eru illa upplýstir um meðferð hunda, það má lesa á samfélagsmiðlinum Hundasamfélagið á facebook, áberandi er hvað íslenskir bændur eru virkilega slappir að tryggja öryggi búfjár síns, um það mátti lesa í fréttum liðinna daga. Áberandi er hvað hundarækt hreinræktaðra hunda er agalaus á Íslandi, sem helgast m.a. af græðgi Íslendinga að eignast hreinræktaða hvolpa án þess að bera nokkuð skynbragð á hvað því fylgir og að hverju ber að huga áður en slík ákvörðun er tekin. Agaleysið á því sviði vekur undrun, fólk freistast til að kaupa smáhundahvolpa á hundruðir þúsunda, langt yfir markaðsverði í Evrópu. Það liggur við að maður kalli þetta fíkn, ég botna ekkert í þessu. Gagnrýnislausir blaðamenn Áberandi er hvað blaðamenn eru gagnrýnislausir á framkvæmd dýraverndar um það mátti lesa á vef RÚV og á Heimildinni þegar því var flaggað að Dýraverndarsamband Íslands ætlaði að kæra blóðmeraiðnaðinn þegar slíkt er hreinlega ekki hægt að lögum. Blaðamenn spyrja sig ekki hvort eitthvað sé að sönnu mögulegt heldur lepja upp falsfréttir frá Dýraverndarsambandinu, sem ég fæ ekki séð að hafi komið nokkurri dýravernd í verk frá því nýr formaður tók við, né sá fyrri. Flokkur fólksins og dýravernd Hávær þingmaður, í stjórnarandstöðu þá, Inga Sæland fullyrti, réttilega, að Matvælastofnun væri ekki starfi sínu vaxin, sótbölvaði um ýmislegt tengt dýravernd á liðnum stjórnarandstöðumisserum. Nú, í stjórn, þaggar hún dýravernd, með tómlæti sínu. Ómerkilegt háttalag í bullandi populisma til að stuða ekki eigin hagsmuni sem ráðherra. Álíka háværir voru Guðmundur og Eyjólfir í ræðustól. Nú þagnaðir. Dýraníð út um víðan völl Skrifaðar hafa verið margar greinar sem vísa beint til dýraníðs út um víðan völl á Íslandi. Nýlegust eru skrif Ole Anton Bieltvedt um dráp á selum, réttmæt og vel rökstudd. Umræða sem kemur upp á áratugs fresti en engin hlustar á. Dýraníð tíðkast og blómstar í öllum geirum dýrahalds á Íslandi, frá gæludýrum til búfjárhalds til veiða á villtum dýrum. Dýravernd á að stjórna af atvinnuvegaráðherra, sem á ef svo ber undir að gefa yfirdýralækni fyrirmæli. MAST á að sjá um framkvæmd laga um velferð dýra. Hvorki ráðherra né ríkisstjórn virðast hafa nokkrun áhuga á slíku. Það er rétt sem ég og Ole höfum skrifað, hvar er dýravernd Flokks fólksins í stjórnarsáttmálanum? Var hún seld fyrir þrjá ráðherrastóla? Ég man eftir þeim hryllingi sem Inga, Eyjólfur og Guðmundur lýstu þegar ég frumsýndi þeim fyrstu heimildamyndina um blóðmeramálið í félagsmiðstöð FF. Hvar eru þau nú í því máli. Ríkisendurskoðandi skrifaði ítarlega skýrslu um ástand dýraverndar á Íslandi. Skýrslan var ætluð Alþingi. Alþingi hefur ekkert brugðist við henni. Nú þykist Umboðsmaður alþingis ætla að skoða blóðmeraníðið. Gott og gjöri hann svo en ég efa að það álit byggi á mikilli þekkingu. Maður skrifar ekki álit um eitthvað sem krefst mikillar þekkingar á dýrahaldi, hefur Umboðsmaður það? Dýralögreglan Ég fullyrti fyrir áratug og stend við að Íslendingur verði að eignast dýralögreglu sem er ennþá brýnna nú en þá. Stjórnlaus, eftirlitslaus og þekkingarlítil gæludýraeign á Íslandi er orðin hrollvekjandi. Það má sjá á hinum ýmsu samfélagsmiðlum sem fjalla um gæludýrahald. Heilt á litið erum við arfaslök í dýravernd frá umráðamönnum flestra dýrategund upp í æðstu stjórnvöld og dómstóla, því viðurlög við argast dýraníði eru lítil sem engin þó refsiheimildir sé háar. Það fer ekki mál lengur fyrir dómstóla vegna einræðis MAST að lögum að kæra mál. Lögum um velferð dýra er ekki beitt á örgustu dýraníðinga, vegna spillingar. Er hægt, svo dæmi sé tekið, að ímynda sér ógeðslegra dýraníð en þegar heill hvalur þarf að berjast um í kvöl í margar mínútur áður en hann gefst upp í blóðugu hafinu. - Slíkt ætti að sæta tveggja ára fangelsisrefsingu eins og margt annað dýraníðið sem tíðkast með reglubundu millibili á Íslandi í dag. Eina breytingin sem ég sé á liðnum 10 árum er sú að nú er hugtakið dýraníð á allra vörum, þó brúk þessi virðist engin áhrif hafa á stjórnvöld, sem hreyfa varla legg né lið. Fyrir 10 árum hlaut ég hæstaréttardóm fyrir að nota hugtakið í skrifum, að ég taldi með réttu. Svo mikið var það dýraníð í raun að MAST lokaði starfseminni nokkrum misserum síðar, hvað hefði mátt gerast áður en dómur féll! Ég gæti léttilega skrifað aðra meistarraritgerð um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi í dag, nú röskum 10 árum eftir þá síðustu. Niðurstaðan væri ennþá meira sláandi en þá og væri með réttu og að hluta niðurstaða um þróun mankyns og stjórnvalda í réttarríkinu Íslandi. Evrópumeistarar í dýraníði Grein með þessari fyrirsögn ritaði ég fyrir nokkrum misserum hér á visir.is. Á með sönnu ennþá en því miður við í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Það er sama hvar er borið niður í íslenskri dýravernd, alls staðar blasir við stjórn og agaleysi, skeytingarleysi flestra á lögum um velferð dýra. Þetta fullyrði ég eftir að hafa fylgst með henni gaumgæfilega í rúman áratug með ærna þekkingu í farteskinu, heila rannsókn á háskólastigi í 18 mánuði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga sem lauk með ályktuninni og gælunafninu: hin leynda þjáning búfjár á Íslandi. Þá ályktun gæti ég léttilega rýmkað í dag og sagt: hin leynda þjáning dýra á Íslandi. Alger fræðsluskortur þó lögskyldur sé Hvergi á sviði dýraverndar er að finna rökhugsun að mínu mati. Tómlæti opinberra aðila er algert. Í dýravernd felst t.d. að tryggja að gæludýraeigendur verði sér úti um viðunandi fræðslu um umgengni við gæludýr, að tryggt sé að bændur annist búfé sitt á viðeigandi hátt......svona mætti endalaust telja upp. Áberandi er hvað hundaeigendur eru illa upplýstir um meðferð hunda, það má lesa á samfélagsmiðlinum Hundasamfélagið á facebook, áberandi er hvað íslenskir bændur eru virkilega slappir að tryggja öryggi búfjár síns, um það mátti lesa í fréttum liðinna daga. Áberandi er hvað hundarækt hreinræktaðra hunda er agalaus á Íslandi, sem helgast m.a. af græðgi Íslendinga að eignast hreinræktaða hvolpa án þess að bera nokkuð skynbragð á hvað því fylgir og að hverju ber að huga áður en slík ákvörðun er tekin. Agaleysið á því sviði vekur undrun, fólk freistast til að kaupa smáhundahvolpa á hundruðir þúsunda, langt yfir markaðsverði í Evrópu. Það liggur við að maður kalli þetta fíkn, ég botna ekkert í þessu. Gagnrýnislausir blaðamenn Áberandi er hvað blaðamenn eru gagnrýnislausir á framkvæmd dýraverndar um það mátti lesa á vef RÚV og á Heimildinni þegar því var flaggað að Dýraverndarsamband Íslands ætlaði að kæra blóðmeraiðnaðinn þegar slíkt er hreinlega ekki hægt að lögum. Blaðamenn spyrja sig ekki hvort eitthvað sé að sönnu mögulegt heldur lepja upp falsfréttir frá Dýraverndarsambandinu, sem ég fæ ekki séð að hafi komið nokkurri dýravernd í verk frá því nýr formaður tók við, né sá fyrri. Flokkur fólksins og dýravernd Hávær þingmaður, í stjórnarandstöðu þá, Inga Sæland fullyrti, réttilega, að Matvælastofnun væri ekki starfi sínu vaxin, sótbölvaði um ýmislegt tengt dýravernd á liðnum stjórnarandstöðumisserum. Nú, í stjórn, þaggar hún dýravernd, með tómlæti sínu. Ómerkilegt háttalag í bullandi populisma til að stuða ekki eigin hagsmuni sem ráðherra. Álíka háværir voru Guðmundur og Eyjólfir í ræðustól. Nú þagnaðir. Dýraníð út um víðan völl Skrifaðar hafa verið margar greinar sem vísa beint til dýraníðs út um víðan völl á Íslandi. Nýlegust eru skrif Ole Anton Bieltvedt um dráp á selum, réttmæt og vel rökstudd. Umræða sem kemur upp á áratugs fresti en engin hlustar á. Dýraníð tíðkast og blómstar í öllum geirum dýrahalds á Íslandi, frá gæludýrum til búfjárhalds til veiða á villtum dýrum. Dýravernd á að stjórna af atvinnuvegaráðherra, sem á ef svo ber undir að gefa yfirdýralækni fyrirmæli. MAST á að sjá um framkvæmd laga um velferð dýra. Hvorki ráðherra né ríkisstjórn virðast hafa nokkrun áhuga á slíku. Það er rétt sem ég og Ole höfum skrifað, hvar er dýravernd Flokks fólksins í stjórnarsáttmálanum? Var hún seld fyrir þrjá ráðherrastóla? Ég man eftir þeim hryllingi sem Inga, Eyjólfur og Guðmundur lýstu þegar ég frumsýndi þeim fyrstu heimildamyndina um blóðmeramálið í félagsmiðstöð FF. Hvar eru þau nú í því máli. Ríkisendurskoðandi skrifaði ítarlega skýrslu um ástand dýraverndar á Íslandi. Skýrslan var ætluð Alþingi. Alþingi hefur ekkert brugðist við henni. Nú þykist Umboðsmaður alþingis ætla að skoða blóðmeraníðið. Gott og gjöri hann svo en ég efa að það álit byggi á mikilli þekkingu. Maður skrifar ekki álit um eitthvað sem krefst mikillar þekkingar á dýrahaldi, hefur Umboðsmaður það? Dýralögreglan Ég fullyrti fyrir áratug og stend við að Íslendingur verði að eignast dýralögreglu sem er ennþá brýnna nú en þá. Stjórnlaus, eftirlitslaus og þekkingarlítil gæludýraeign á Íslandi er orðin hrollvekjandi. Það má sjá á hinum ýmsu samfélagsmiðlum sem fjalla um gæludýrahald. Heilt á litið erum við arfaslök í dýravernd frá umráðamönnum flestra dýrategund upp í æðstu stjórnvöld og dómstóla, því viðurlög við argast dýraníði eru lítil sem engin þó refsiheimildir sé háar. Það fer ekki mál lengur fyrir dómstóla vegna einræðis MAST að lögum að kæra mál. Lögum um velferð dýra er ekki beitt á örgustu dýraníðinga, vegna spillingar. Er hægt, svo dæmi sé tekið, að ímynda sér ógeðslegra dýraníð en þegar heill hvalur þarf að berjast um í kvöl í margar mínútur áður en hann gefst upp í blóðugu hafinu. - Slíkt ætti að sæta tveggja ára fangelsisrefsingu eins og margt annað dýraníðið sem tíðkast með reglubundu millibili á Íslandi í dag. Eina breytingin sem ég sé á liðnum 10 árum er sú að nú er hugtakið dýraníð á allra vörum, þó brúk þessi virðist engin áhrif hafa á stjórnvöld, sem hreyfa varla legg né lið. Fyrir 10 árum hlaut ég hæstaréttardóm fyrir að nota hugtakið í skrifum, að ég taldi með réttu. Svo mikið var það dýraníð í raun að MAST lokaði starfseminni nokkrum misserum síðar, hvað hefði mátt gerast áður en dómur féll! Ég gæti léttilega skrifað aðra meistarraritgerð um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi í dag, nú röskum 10 árum eftir þá síðustu. Niðurstaðan væri ennþá meira sláandi en þá og væri með réttu og að hluta niðurstaða um þróun mankyns og stjórnvalda í réttarríkinu Íslandi. Evrópumeistarar í dýraníði Grein með þessari fyrirsögn ritaði ég fyrir nokkrum misserum hér á visir.is. Á með sönnu ennþá en því miður við í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun