Hildur er nýr formaður Almannaheilla Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:54 Tómas Torfason, fráfarandi formaður Almannaheilla og Hildur Tryggvadóttir Flóvens, nýr formaður samtakanna. Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla – samtaka þriðja geirans, á aðalfundi félagsins í gær og tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem hefur staðið í stefninu síðastliðin tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár. Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár.
Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira