Ósnertanlegir eineltisseggir og óhæfir starfsmenn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:03 Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun