Ósnertanlegir eineltisseggir og óhæfir starfsmenn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:03 Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar