Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 13:00 Linda hefur áhyggjur af fjölda barna sem hafa dvalið í athvarfinu það sem af er ári. Sum þeirra hafa búið við ofbeldi og önnur sjálf verið beitt ofbeldi. Vísir/Ívar Fannar Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fjallað var um það í gær að fimmtán prósenta aukning væri í fjölda heimilisofbeldismála hjá lögreglunni. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra, segir ekki óeðlilegt að það sé sveifla í fjölda þeirra sem dvelji hjá þeim en síðustu mánuði hafi verið stöðug fjölgun. „Staðan í Kvennaathvarfinu hefur verið þung. Það hefur verið mikið að gera og flest herbergi fullsetin, og mikið af börnum. Það sem af er ári hafa 67 börn dvalið í kvennaathvarfinu. Venjulega eru þetta um 100 börn á ári þannig við erum strax komin vel yfir þetta meðaltal. Sorgleg þróun Linda segir alltaf erfitt að meta hvort það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem valdi auknu ofbeldi eða hvort viðbragðsaðilar séu að ná betur utan um það. „Auðvitað er þetta bara sorglegt, og erfitt að horfa upp á það að tölurnar virðist ekki vera að fara niður og alvarleiki ofbeldismála virðist vera að aukast. Þó svo að kerfið virðist vera að stíga fast til jarðar og það er verið að koma mjög mikið inn í þessum mál af ýmsum aðilum heldur þetta áfram, og heldur áfram að aukast, og það er áhyggjuefni.“ Hún segir konurnar sem leita til þeirra lýsa alvarlegra ofbeldi. „Við sjáum að ofbeldi almennt er að harðna, það er að verða alvarlegra. Konurnar tala meira um morðhótanir, kyrkingartak, mikil eltihrelling, mikið verið að fylgjast með þeim. Það eitt að stíga út úr ofbeldissambandi í dag er orðið mjög flókið í dag því ofbeldi heldur áfram í alvarlegri mynd í gegnum samfélagsmiðla og almenna eltihrellingu.“ Öllum stéttum og þjóðum Linda segir hópinn sem til þeirra leitar úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Það sé fjölgun í barnahópi en ekki annar rauður þráður í þeim hópi sem hafi til þeirra leitað á árinu. Misjafnt sé hvort börnin hafi verið beitt ofbeldi eða búið við það. „Við erum búnar að vera sýnilegar síðustu mánuði í fjáröflun og passað að minna alltaf á okkur þannig það hefur alltaf einhver áhrif en það er mín tilfinning að aukningin sé það stöðug núna að þetta sé meira en það.“ Linda hvetur konur sem eru mögulega í erfiðri stöðu núna til að hafa samand. Síminn sé alltaf opinn og alltaf hægt að koma í viðtal án þess að koma í dvöl. „Ekki hika við að hafa samband. Síminn er opinn allan sólarhringinn og það getur verið nafnlaust. Það er hægt að fá ráðgjöf um það hvort þær séu í ofbeldissambandi og hvað sé hægt að gera. Það sama gildir um aðstandendur. Það er alltaf fyrsta skrefið að stíga út úr einangruninni. Mesta ofbeldið er oft í einangruninni, að þær eru algjörlega einangraðar frá sinni fjölskyldu og nærsamfélagi.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kvennaathvarfið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira