Dómur yfir Erni Geirdal mildaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2025 15:20 Örn Geirdal hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir lífshættulega líkamsárás. Landsréttur hefur dæmt Örn Geirdal Steinólfsson í fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í Vesturbæ Reykjavíkur í janúar í fyrra. Hann þarf að greiða karlmanni sem hann veitti lífshættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur. Örn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum. Honum var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri vopnaður hníf úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Bar við minnisleysi Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar til að kaupa kókaín, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig við Hofsvallagötu og brugðist við með hnífnum til að verja sig. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Hending ein að ekki fór verr Héraðsdómur taldi skýringar Arnar á breyttum framburði hjá lögreglu og svo fyrir dómi ekki standast og hafa yfirbragð eftiráskýringa. Það hefði rýrt sönnunargildi framburðar Arnar í öllum aðalatriðum enda í andstöðu við annan vitnisburð og rannsóknargögn í málinu. Á sama tíma hafi vitnisburður fólksins verið stöðugur og samrýmanlegur í öllum aðalatriðum. Upptaka af símtali konunnar við Neyðarlínuna styðji framburð þeirra. Ekkert hafi fram komið í málinu til að rýra sönnunargildi þeirra. Þá var ekki fallist á með Erni að um neyðarvörn væri að ræða. Taldi dómurinn sannað að Örn hefði veist að manninum og hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt hnífnum. Ásetningur hans hefði verið styrkur og einbeittur þó hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Það leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Hending ein hafi ráðið því að ekki fór verr varðandi stunguna í brjóstkassa mannsins sem hafi verið lífshættulegur. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess við ákvörðun refsingar að Örn á sakaferil að baki. Hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um sem nemur einu ári. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt síðan í janúar 2024. Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Örn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum. Honum var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri vopnaður hníf úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Bar við minnisleysi Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar til að kaupa kókaín, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig við Hofsvallagötu og brugðist við með hnífnum til að verja sig. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Hending ein að ekki fór verr Héraðsdómur taldi skýringar Arnar á breyttum framburði hjá lögreglu og svo fyrir dómi ekki standast og hafa yfirbragð eftiráskýringa. Það hefði rýrt sönnunargildi framburðar Arnar í öllum aðalatriðum enda í andstöðu við annan vitnisburð og rannsóknargögn í málinu. Á sama tíma hafi vitnisburður fólksins verið stöðugur og samrýmanlegur í öllum aðalatriðum. Upptaka af símtali konunnar við Neyðarlínuna styðji framburð þeirra. Ekkert hafi fram komið í málinu til að rýra sönnunargildi þeirra. Þá var ekki fallist á með Erni að um neyðarvörn væri að ræða. Taldi dómurinn sannað að Örn hefði veist að manninum og hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt hnífnum. Ásetningur hans hefði verið styrkur og einbeittur þó hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Það leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Hending ein hafi ráðið því að ekki fór verr varðandi stunguna í brjóstkassa mannsins sem hafi verið lífshættulegur. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess við ákvörðun refsingar að Örn á sakaferil að baki. Hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um sem nemur einu ári. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt síðan í janúar 2024.
Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira