Ný nálgun fyrir börn með fjölþættan vanda Guðmundur Ingi Þóroddsson og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 5. júní 2025 16:02 Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun