Mörgu ábótavant við byggingu Brákarborgar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 23:40 Leikskólinn Brákarborg hefur staðið tómur síðan mistök við framkvæmdir á húsnæðinu komu í ljós. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sem kynnt var fyrir borgarráði í dag um framkvæmdir í leikskólanum Brákarborg sýnir að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Til að mynda hófust framkvæmdir á þaki hússins áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Starfsemi hófst í leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg síðsumars 2022. Seinna meir kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við byggingu hússins, álag ásteypulags og torf á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Það olli meðal annars sprungum í veggjum byggingarinnar og ójöfnu gólfi. Sumarið 2024 voru öll börnin færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð. Í lok sumars 2024 fól borgarráð Innri endurskoðun og ráðgjöfum borgarinnar (IER) að framkvæma sjálfstæða heildarúttekt á framkvæmd leikskólans. Skýrsla IER var kynnt borgarráði í dag þar sem lagðar voru fram fjórtán tillögur að umbótum. Þar af eru þrjár tillögur um burðarvirkishönnun og burðarvirki, þrjár um ábendingar um hvernig megi bæti eftirlit með mannvirkjagerð, fimm ábendingar um hagkvæmari og skilvirkari framkvæmdir og þrjár um stjórnskipulag, gæðakerfi og mönnun. Þá kom fram að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar ætti að meta hvort sækja eigi skaðabætur til verktaka og ráðgjafa vegna málsins. Nú hefur borgarráð samþykkt að skipa eigi starfshóp að vinna upp úr úttekt IER og „vinna að umbótum er varða eftirfylgni á hönnun, framkvæmdum og eftirliti með framkvæmdum á vegum borgarinnar.“ Alls komu sjö aðilar að hönnun Brákarborgar; Arkís ehf., Verkís ehf., Kanon ehf., Arkamon ehf., Teknik ehf., Liska ehf. og Cowi ehf. IER telur að þar hafi of margir komið að verkefninu. „Aðrar leiðir hefðu mögulega getað skilað öruggari tryggingum, skýrari ábyrgðarskiptingu og hagkvæmari innkaupum,“ stendur í skýrslunni. Vanhæfur burðarvirkishönnuður og óuppfylltir jarðskjálftastaðlar Í skýrslu IER kemur fram að við kaup Reykjavíkurborgar á húsnæðinu við Kleppsveg hafi verið framkvæmd ástandsskoðun en ekki sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna. Það sé mikilvægt að þess konar skoðun fari fram þegar kaupendur hyggjast eiga í framkvæmdum. Eftir að sprungur í veggjunum fóru að myndast kom einnig í ljós að byggingar leikskólans uppfylltu ekki gildandi jarðskjálftastaðla. Burðarvirkishönnuðurinn sem var ráðinn í verkið á þeim grundvelli að hann bauð lægsta verðið er talinn hafa ekki uppfyllt hæfisskilyrði samkvæmt IER. Þá vantaði einnig mikilvæg gögn í útboð á verkefninu líkt og burðarvirkisuppdrætti og greinargerð um burðarhæfni byggingarinnar þar sem tekið er tillit til áætlaðrar notkunar. Að auki skilaði burðarvirkishönnuður ekki burðarvirkisuppdráttum. „IER óskaði eftir vinnugögnum og útreikningum frá burðarvirkishönnuði vegna burðarvirkis Brákarborgar. Engum vinnugögnum var skilað inn.“ Þá kemur fram að byggingarstjóri hefði átt að gera athugasemd við skort á gögnum í skýrslunum sínum. Benda á hvor annan Í skýrslunni kemur fram að framkvæmdir á þakinu, þar sem álag ásteypulags og torfs var meira en tilgreint á teikningum, hófust „áður en stimplaðar og samræmdar teikningar frá aðalhönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa.“ Ekki liggur fyrir um hver sagði að framkvæmdir ættu að hefjast án teikninganna. Í skýrslunni segir að umsjónar- og eftirlitsaðilinn „sagði að rík krafa hefði verið frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki.“ Hins vegar sagðist aðilinn ekki ábyrgur fyrir þessari ákvörðun heldur hafi skipunin komið frá fulltrúa verkkaupa í samráði við hönnuði. Skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjöfum borgarinnar má lesa hér. Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Starfsemi hófst í leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg síðsumars 2022. Seinna meir kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við byggingu hússins, álag ásteypulags og torf á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Það olli meðal annars sprungum í veggjum byggingarinnar og ójöfnu gólfi. Sumarið 2024 voru öll börnin færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð. Í lok sumars 2024 fól borgarráð Innri endurskoðun og ráðgjöfum borgarinnar (IER) að framkvæma sjálfstæða heildarúttekt á framkvæmd leikskólans. Skýrsla IER var kynnt borgarráði í dag þar sem lagðar voru fram fjórtán tillögur að umbótum. Þar af eru þrjár tillögur um burðarvirkishönnun og burðarvirki, þrjár um ábendingar um hvernig megi bæti eftirlit með mannvirkjagerð, fimm ábendingar um hagkvæmari og skilvirkari framkvæmdir og þrjár um stjórnskipulag, gæðakerfi og mönnun. Þá kom fram að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar ætti að meta hvort sækja eigi skaðabætur til verktaka og ráðgjafa vegna málsins. Nú hefur borgarráð samþykkt að skipa eigi starfshóp að vinna upp úr úttekt IER og „vinna að umbótum er varða eftirfylgni á hönnun, framkvæmdum og eftirliti með framkvæmdum á vegum borgarinnar.“ Alls komu sjö aðilar að hönnun Brákarborgar; Arkís ehf., Verkís ehf., Kanon ehf., Arkamon ehf., Teknik ehf., Liska ehf. og Cowi ehf. IER telur að þar hafi of margir komið að verkefninu. „Aðrar leiðir hefðu mögulega getað skilað öruggari tryggingum, skýrari ábyrgðarskiptingu og hagkvæmari innkaupum,“ stendur í skýrslunni. Vanhæfur burðarvirkishönnuður og óuppfylltir jarðskjálftastaðlar Í skýrslu IER kemur fram að við kaup Reykjavíkurborgar á húsnæðinu við Kleppsveg hafi verið framkvæmd ástandsskoðun en ekki sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna. Það sé mikilvægt að þess konar skoðun fari fram þegar kaupendur hyggjast eiga í framkvæmdum. Eftir að sprungur í veggjunum fóru að myndast kom einnig í ljós að byggingar leikskólans uppfylltu ekki gildandi jarðskjálftastaðla. Burðarvirkishönnuðurinn sem var ráðinn í verkið á þeim grundvelli að hann bauð lægsta verðið er talinn hafa ekki uppfyllt hæfisskilyrði samkvæmt IER. Þá vantaði einnig mikilvæg gögn í útboð á verkefninu líkt og burðarvirkisuppdrætti og greinargerð um burðarhæfni byggingarinnar þar sem tekið er tillit til áætlaðrar notkunar. Að auki skilaði burðarvirkishönnuður ekki burðarvirkisuppdráttum. „IER óskaði eftir vinnugögnum og útreikningum frá burðarvirkishönnuði vegna burðarvirkis Brákarborgar. Engum vinnugögnum var skilað inn.“ Þá kemur fram að byggingarstjóri hefði átt að gera athugasemd við skort á gögnum í skýrslunum sínum. Benda á hvor annan Í skýrslunni kemur fram að framkvæmdir á þakinu, þar sem álag ásteypulags og torfs var meira en tilgreint á teikningum, hófust „áður en stimplaðar og samræmdar teikningar frá aðalhönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa.“ Ekki liggur fyrir um hver sagði að framkvæmdir ættu að hefjast án teikninganna. Í skýrslunni segir að umsjónar- og eftirlitsaðilinn „sagði að rík krafa hefði verið frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki.“ Hins vegar sagðist aðilinn ekki ábyrgur fyrir þessari ákvörðun heldur hafi skipunin komið frá fulltrúa verkkaupa í samráði við hönnuði. Skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjöfum borgarinnar má lesa hér.
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira