„Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júní 2025 20:14 Kolbrún Völkudóttir Aðsend Móðir missti af sögulegri stund í lífi barns hennar er það útskrifaðist úr leikskóla þar sem engin túlkaþjónusta stóð henni til boða. Endurgjaldslaus túlkur stóð henni ekki til boða, líkt og venjulega, þar sem fjármagn Samskiptastöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) fyrir slíku er búið. Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira