118 ára sögu Hans Petersen að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2025 10:18 Síðasta verslun Hans Petersen hefur verið starfrækt við Grensásveg 12 síðustu ár. Hans Petersen Ljósmyndaverslun Hans Petersen við Grensásveg 12 í Reykjavík verður skellt í lás næstkomandi föstudag. Um er að ræða einu verslun Hans Petersen og er þar með ljóst að 118 ára sögu fyrirtækisins er lokið. Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag. Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag.
Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent