Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 10:38 Donald Trump segist telja að góðu sambandi hans og auðjöfursins Elons Musk sé lokið. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira