Fresta uppbyggingu verkmenntaskóla: „Þessi óvissa er fyrir neðan allar hellur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2025 20:38 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Anton Brink Fjármögnun barna- og menntamálaráðuneytisins fyrir uppbyggingu fjögurra verkmenntaskóla hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að sú ákvörðun hafi verið tekin. Styrkur sem átti að nýta í verkefnið gæti brunnið inni. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á málinu á Alþingi fyrr í vikunni. Hefja hafi átti uppbyggingu fjögurra framhaldsskóla á landinu á þessu ári en svo verði ekki. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. „Búið var að ná samkomulagi við sveitarfélögin um þeirra hluta, fjörutíu prósent, og komið fjármagn til þess að fara af stað ríkismegin með sextíu prósent hluta og verkefnin voru komin af stað í stjórnsýslunni,“ segir Stefán. Hann segir einnig að verkefninu hefði verið slaufað án aðkomu fulltrúa sveitarfélaganna og skólanna. Í svari Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, á Alþingi á fimmtudag segir hann ekki standa til að slaufa málinu heldur sé verið að hliðra fjárheimildinni vegna þarfar til að forgangsraða verkefnum. „Þetta er uppsafnaður vandi frá fyrri ríkisstjórn og við erum hreinlega að kortleggja hvar við þurfum að byrja fyrst. Við eigum að forgangsraða í réttri röð. Þetta er bara vinna sem við erum að klára. Það er alveg á hreinu að við munum ekki draga lappirnar í því að koma þessu af stað,“ sagði Guðmundur. Þá segir Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi að engu hafi verið slaufað heldur fjárheimildum hliðrað „af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári.“ Fulltrúar sveitarfélaga komi af fjöllum Guðmundur Ingi sagði einnig á fimmtudag að ráðuneytið ætti í viðræðum við sveitarfélögin. „Við erum einmitt að tala við sveitarfélögin. Hvaða sveitarfélög eru tilbúin til að byrja með.“ Í samtali við fréttastofu segist Stefán sjálfur hafa rætt við fulltrúa nokkurra sveitarfélaga sem komi allir af fjöllum. „Það hefur enginn sem ég hefur talað við fengið nokkur símtöl eða skilaboð eða eitt eða neitt frá ráðuneytinu áður en að þessi ákvörðun var tekin. Sem er mjög sérstakt því þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaganna,“ segir hann. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að fjárheimildinni hafi verið frestað til næsta árs. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ segir Sigríður. „Allaveganna hef ég ekki fengið það. Ég hef verið í sambandi við skólastjóra menntaskólans hérna og síðast þegar ég vissi hefði henni verið tjáð að þetta var allt í vinnslu hjá ríkinu.“ Sigríður er afar ósátt með skort á upplýsingunum og hafi sjálf einungis frétt af breytingunum í umfjöllun fjölmiðla. „Þessi óvissa er fyrir neðan allar hellur og ég er mjög ósátt með það.“ Óvissa um styrk sem átti að nýta í verkefnið „Ísafjarðarbær sótti um í fiskeldissjóð á síðasta ári og fékk þá úthlutun úr fiskeldissjóðs til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði,“ segir Sigríður. „Það er líka hrikalegt fyrir okkur að sitja uppi með styrk fyrir verkefni sem er ekki að verða, þannig að það brennur inni.“ Samkvæmt samningnum áttu sveitarfélögin sjálf að sjá um fjörutíu prósent af fjármögnun verkefnisins. Samningurinn við Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepps var undirritaður í apríl 2024. Áætlað er að bæta við allt að þúsund fermetrum við skólann og setja upp viðunandi aðstöðu fyrir nám í trésmíði, háriðngreinum og rafiðngreinum. „Það er mjög mikil vöntun á því að bæta aðstöðuna og líka af því það er vilji til þess að auka framboð og getu skólans til þess að taka inn fleiri nemendur í verknám. Okkur vantar iðnaðarmenn. Það er vöntun hér eins og annars staðar á landinu,“ segir Sigríður. Mbl ræddi einnig við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, starfandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem segir það undarlegt að svona stórar ákvarðanir séu teknar án þess að ræða við neinn. Framhaldsskólar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Skagafjörður Reykjanesbær Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á málinu á Alþingi fyrr í vikunni. Hefja hafi átti uppbyggingu fjögurra framhaldsskóla á landinu á þessu ári en svo verði ekki. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. „Búið var að ná samkomulagi við sveitarfélögin um þeirra hluta, fjörutíu prósent, og komið fjármagn til þess að fara af stað ríkismegin með sextíu prósent hluta og verkefnin voru komin af stað í stjórnsýslunni,“ segir Stefán. Hann segir einnig að verkefninu hefði verið slaufað án aðkomu fulltrúa sveitarfélaganna og skólanna. Í svari Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, á Alþingi á fimmtudag segir hann ekki standa til að slaufa málinu heldur sé verið að hliðra fjárheimildinni vegna þarfar til að forgangsraða verkefnum. „Þetta er uppsafnaður vandi frá fyrri ríkisstjórn og við erum hreinlega að kortleggja hvar við þurfum að byrja fyrst. Við eigum að forgangsraða í réttri röð. Þetta er bara vinna sem við erum að klára. Það er alveg á hreinu að við munum ekki draga lappirnar í því að koma þessu af stað,“ sagði Guðmundur. Þá segir Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi að engu hafi verið slaufað heldur fjárheimildum hliðrað „af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári.“ Fulltrúar sveitarfélaga komi af fjöllum Guðmundur Ingi sagði einnig á fimmtudag að ráðuneytið ætti í viðræðum við sveitarfélögin. „Við erum einmitt að tala við sveitarfélögin. Hvaða sveitarfélög eru tilbúin til að byrja með.“ Í samtali við fréttastofu segist Stefán sjálfur hafa rætt við fulltrúa nokkurra sveitarfélaga sem komi allir af fjöllum. „Það hefur enginn sem ég hefur talað við fengið nokkur símtöl eða skilaboð eða eitt eða neitt frá ráðuneytinu áður en að þessi ákvörðun var tekin. Sem er mjög sérstakt því þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaganna,“ segir hann. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að fjárheimildinni hafi verið frestað til næsta árs. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ segir Sigríður. „Allaveganna hef ég ekki fengið það. Ég hef verið í sambandi við skólastjóra menntaskólans hérna og síðast þegar ég vissi hefði henni verið tjáð að þetta var allt í vinnslu hjá ríkinu.“ Sigríður er afar ósátt með skort á upplýsingunum og hafi sjálf einungis frétt af breytingunum í umfjöllun fjölmiðla. „Þessi óvissa er fyrir neðan allar hellur og ég er mjög ósátt með það.“ Óvissa um styrk sem átti að nýta í verkefnið „Ísafjarðarbær sótti um í fiskeldissjóð á síðasta ári og fékk þá úthlutun úr fiskeldissjóðs til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði,“ segir Sigríður. „Það er líka hrikalegt fyrir okkur að sitja uppi með styrk fyrir verkefni sem er ekki að verða, þannig að það brennur inni.“ Samkvæmt samningnum áttu sveitarfélögin sjálf að sjá um fjörutíu prósent af fjármögnun verkefnisins. Samningurinn við Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepps var undirritaður í apríl 2024. Áætlað er að bæta við allt að þúsund fermetrum við skólann og setja upp viðunandi aðstöðu fyrir nám í trésmíði, háriðngreinum og rafiðngreinum. „Það er mjög mikil vöntun á því að bæta aðstöðuna og líka af því það er vilji til þess að auka framboð og getu skólans til þess að taka inn fleiri nemendur í verknám. Okkur vantar iðnaðarmenn. Það er vöntun hér eins og annars staðar á landinu,“ segir Sigríður. Mbl ræddi einnig við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, starfandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem segir það undarlegt að svona stórar ákvarðanir séu teknar án þess að ræða við neinn.
Framhaldsskólar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Skagafjörður Reykjanesbær Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira