Skipulögð glæpastarfsemi er ógn við samfélagið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. júní 2025 07:02 Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun