Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 20:59 Kveikt hefur verið í bílum og áætlað er að á sjötta tug mótmælenda hafi verið handteknir síðustu daga. AP Mörg hundruð landgönguliðar í Kaliforníu hafa verið boðaðir til Los Angeles til að bregðast við mótmælunum sem standa þar yfir. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í gær. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu hyggst kæra Trump fyrir að hafa hrundið af stað aðgerðinni án þess að ráðfæra sig við hann. CNN hefur eftir þremur heimildarmönnum að yfir sjö hundruð landgönguliðar séu á leið til Los Angeles til að aðstoða þjóðvarðliðanna vegna mótmælanna. Ekki liggur fyrir hvert verkefni landgönguliðanna verður þegar þeir mæta á svæðið en aðgerðin er til marks um gjöraukin hernaðarleg umsvif Trump gegn mótmælendum. Hann sagðist fyrr í dag ekki útiloka að senda landgönguliða til borgarinnar. Líkt og þjóðvarðliðarnir mega landgönguliðarnir ekki beita löggæsluaðgerðum líkt og handtökum, nema ef Trump virkir svokölluð uppreisnarlög. Uppreisnarlögin heimila forseta að skipa hernum að binda enda á uppreisnir með tilheyrandi aðgerðum. Hersveit Norður-Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm hundruð landgönguliðar hefðu verið settir í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna en samkvæmt upplýsingum CNN hefur öll hersveitin verið kölluð út. Fjallað var um vendingar dagsins í kvöldfréttum, umfjöllunina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32 Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í gær. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu hyggst kæra Trump fyrir að hafa hrundið af stað aðgerðinni án þess að ráðfæra sig við hann. CNN hefur eftir þremur heimildarmönnum að yfir sjö hundruð landgönguliðar séu á leið til Los Angeles til að aðstoða þjóðvarðliðanna vegna mótmælanna. Ekki liggur fyrir hvert verkefni landgönguliðanna verður þegar þeir mæta á svæðið en aðgerðin er til marks um gjöraukin hernaðarleg umsvif Trump gegn mótmælendum. Hann sagðist fyrr í dag ekki útiloka að senda landgönguliða til borgarinnar. Líkt og þjóðvarðliðarnir mega landgönguliðarnir ekki beita löggæsluaðgerðum líkt og handtökum, nema ef Trump virkir svokölluð uppreisnarlög. Uppreisnarlögin heimila forseta að skipa hernum að binda enda á uppreisnir með tilheyrandi aðgerðum. Hersveit Norður-Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fimm hundruð landgönguliðar hefðu verið settir í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna en samkvæmt upplýsingum CNN hefur öll hersveitin verið kölluð út. Fjallað var um vendingar dagsins í kvöldfréttum, umfjöllunina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32 Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. 8. júní 2025 19:32
Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58