Austurland skilar verðmætum – innviðirnir þurfa að fylgja Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. júní 2025 06:30 Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Egilsstaðaflugvöllur Skattar og tollar Fiskeldi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun