Austurland skilar verðmætum – innviðirnir þurfa að fylgja Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. júní 2025 06:30 Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Egilsstaðaflugvöllur Skattar og tollar Fiskeldi Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Austurland gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnu og efnahagslífi. Þrátt fyrir að um 3% þjóðarinnar búi þar, stendur svæðið undir tæplega fjórðungi af heildarvöruútflutningsverðmæti Íslands. Segja má því að hver íbúi Austurlands, framleiði tífalt á við íbúa annars staðar á landinu. Þar fer fram öflug framleiðsla og úrvinnsla í sjávarútvegi og álframleiðslu, sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri, störfum og skatttekjum. Til að þessi þróun haldi áfram – og ný tækifæri nýtist – þarf að styrkja innviði svæðisins. Útflutningur og atvinnulífSjávarútvegs og fiskeldisfyrirtæki á Austurlandi skila um 21,7% af verðmæti útfluttra sjávarafurða landsins. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði stendur undir 35,5% af útfluttri álframleiðslu. Samtals nemur útflutningsframlag Austurlands því um fjórðungi af heildarverðmæti íslensks útflutnings. Þetta hlutfall er einstakt í alþjóðlegum samanburði – fá svæði með jafn fámennan íbúafjölda skila sambærilegu framlagi. Þetta er afrakstur áralangrar uppbyggingar og staðbundins frumkvæðis.En til að viðhalda og auka þessa verðmætasköpun þarf að bæta aðgengi, flutningsleiðir og grunnþjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að ytri skilyrði atvinnulífsins – s.s. skattlagning, gjaldtaka og regluverk – styðji við frekari uppbyggingu í stað þess að draga úr samkeppnishæfni.Aukin skattheimta og gjöld sem lögð eru á starfsemi á svæðinu, hvort sem er í sjávarútvegi, orkunýtingu eða ferðaþjónustu, eru ekki líkleg til að auka verðmætasköpun – hvorki á Austurlandi né annars staðar á landinu – heldur geta þau staðið í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og þróun.Innviðir sem takmarka möguleikaSamgöngur á Austurlandi eru víða ófullnægjandi. Fjallvegir eru oft torfærir yfir veturinn og mikilvægar tengingar innan svæðisins eru oft háðar veðri og árstíðum. Nánast ónýtur Suðurfjarðarvegur með einbreiðum brúm dregur verulega úr öryggi og greiðfærni milli byggðarlaga á Austurlandi, hamlar atvinnulífi og takmarkar möguleika til vaxtar og þróunar á svæðinu. Fjarskipti og raforkudreifing eru ekki alltaf í takt við þarfir nýrrar atvinnustarfsemi. Þá glímir heilbrigðisþjónusta og menntakerfi svæðisins við skort á mannafla og aðstöðu, sem hefur áhrif á búsetuskilyrði og hæfni til að laða að nýtt fólk.Sérstaklega ber að nefna stöðu EgilsstaðaflugvallarFlugvöllurinn er lykilinnviður fyrir allt Austurland, bæði fyrir farþega og vöru. Hann hefur burði til að gegna stærra hlutverki í millilandaflugi og útflutningi, en til þess þarf að bæta aðstöðu þannig að stærri flugvélar geti nýtt völlinn með reglubundnum hætti. Þetta myndi styðja við bæði ferðaþjónustu og útflutning á ferskum afurðum, auk þess að styrkja öryggis- og viðbragðskerfi svæðisins.Skýr ávinningur af framkvæmdumFjárfesting í innviðum á Austurlandi er framkvæmanleg leið til að styðja við áframhaldandi verðmætasköpun. Með bættum samgöngum, flugvelli og grunnþjónustu skapast skilyrði fyrir:- Frekari úrvinnslu og nýtingu sjávarafurða - Nýsköpun og þróun í grænum iðnaði - Aukna möguleika í ferðaþjónustu og flugi - Sterkari byggð sem heldur í ungt fólk og laðar að nýja íbúa Austurland hefur sýnt að það getur skilað miklu með litlum mannfjölda. Með markvissum umbótum á innviðum og stöðugu rekstrarumhverfi má tryggja að svæðið haldi áfram að vera drifkraftur í íslensku efnahagslífi.Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar