Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir fimm breytingar Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2025 17:31 Logi Tómasson fær sæti í byrjunarliðinu. Getty/Mike Egerton Arnar Gunnlaugsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 3-1 sigri á Skotlandi á föstudag fyrir leik kvöldsins við Norður-Írland. Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira