„Heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:12 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. Ramsey Cardy/Getty Images „Það eru bara vonbrigði að tapa því við áttum alls ekki að tapa þessum leik,“ sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írum í kvöld. „Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Sjá meira
„Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Sjá meira