Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 09:33 Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar