Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 13:22 Snorri Jakobsson greinandi. Vísir/Arnar Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital. Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital.
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira