Dvalarheimili klárt á Laugarvatni en ekkert gerist í stjórnkerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2025 21:03 Halldór Benjamínsson íbúi á Laugarvatni og formaður félags eldri borgara á staðnum, sem berst nú fyrir því að húsnæðinu við Lindarbraut 4 verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða. Hann segir að þar sé allt klárt til að taka á móti fyrstu íbúunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dvalarheimili fyrir aldraða er klappað og klárt á Laugarvatni í húsnæði frá ríkinu en þar geta 30 manns verið í eins manns herbergjum eða 60 manns og þá tveir í herbergi. Stórt eldhús og mötuneyti er í húsinu. Einnig er sundlaug og íþróttahús við húsið, sjúkraþjálfun, verslun, veitingastaðir og góðar gönguleiðir. Hér erum við að tala um húsnæðið þar sem Húsmæðraskólinn á Laugarvatni var í en það er við Lindarbraut 4, fínt húsnæði, sem hefur verið vel við haldið. Í dag er Háskóli Íslands með minni háttar starfsemi í húsinu þannig að það stendur meira og minna tómt og því tilvalið að hleypa einhverju lífi í húsið. Halldór Benjamínsson, sem er fæddur og uppalinn á Laugarvatni og er formaður eldri borgara á svæðinu hefur barist fyrir því með sínu fólki að húsinu verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða en ekkert gerst í stjórnkerfinu þrátt fyrir bréfaskriftir á ráðherra, alþingismenn og til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu, en mikil þörf er að dvalarheimili á svæðinu. 30 herbergi er í húsinu, mjög fín herbergi. „Já og þeim er hægt að gera tvö herbergi að einni íbúð. Það er hlaðin veggur hérna og steyptur þarna. Það er hægt að gera hér sameiginlega sem sagt tvö herbergi og baðið getur orðið eldhús og hitt baðið verður til staðar. Hér myndi fara mjög vel um fólk, hér er hiti og hægt að hafa hlýtt og ekki spillir útsýnið fyrir úr herbergisgluggunum“, segir Halldór. Eldhúsið í húsinu er stórt og mikið með fínum eldunarbúnaði og öllu öðru, sem þarf í stórt og gott eldhús. „Já, hér er ný uppgert eldhús til að vera með mötuneyti, það er allt til staðar,“ segir Halldóra. Matsalurinn er stór og fínn í húsinuMagnús Hlynur Hreiðarsson Og í húsinu er líka fín setustofa, sem er klár fyrir íbúa hússins. „Hérna er hægt að setjast niður og hafa það gott og spjalla saman eða að leggja sig eftir matinn, það er ekkert mál,“ bætir Halldór við. Það kom fréttamanni á óvart hvað húsið er í góðu standi og hvað allt lítur svo vel út inni í því. „Það er það, allavega þessar tvær hæðir hérna myndi ég segja að væru í mjög góðu standi, ég veit ekkert um kjallarann,“ segir Halldór. Ástand hússins er ótrúlega gott og vistarverurnar mjög fínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að stjórnvöld kveiki ekki á þessari hugmynd með dvalarheimilið? „Ég veit það ekki, ég held að það sé bara áhugaleysi fyrir málaflokknum en kannski batnar það núna með nýrri ríkisstjórn.“ En hvað er best við Laugarvatn að mati Halldórs? „Það er bara rólegt og gott að ala upp börn og friðsælt. Það er alltaf logn hérna en það fer bara mis hratt. Það er líka ágætt að eldast hérna“, segir Halldór. En ef ekkert gerist í málinu, húsnæðið heldur bara áfram að vera meira og minna autt, hvað gerist þá? „Það veit ég ekki hvað verður gert við þetta hús, það kemur bara í ljós,“ segir Halldór að lokum. Útsýnið úr húsinu yfir Laugarvatn verður ekki miklu fallegra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Eldri borgarar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hér erum við að tala um húsnæðið þar sem Húsmæðraskólinn á Laugarvatni var í en það er við Lindarbraut 4, fínt húsnæði, sem hefur verið vel við haldið. Í dag er Háskóli Íslands með minni háttar starfsemi í húsinu þannig að það stendur meira og minna tómt og því tilvalið að hleypa einhverju lífi í húsið. Halldór Benjamínsson, sem er fæddur og uppalinn á Laugarvatni og er formaður eldri borgara á svæðinu hefur barist fyrir því með sínu fólki að húsinu verði breytt í dvalarheimili fyrir aldraða en ekkert gerst í stjórnkerfinu þrátt fyrir bréfaskriftir á ráðherra, alþingismenn og til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu, en mikil þörf er að dvalarheimili á svæðinu. 30 herbergi er í húsinu, mjög fín herbergi. „Já og þeim er hægt að gera tvö herbergi að einni íbúð. Það er hlaðin veggur hérna og steyptur þarna. Það er hægt að gera hér sameiginlega sem sagt tvö herbergi og baðið getur orðið eldhús og hitt baðið verður til staðar. Hér myndi fara mjög vel um fólk, hér er hiti og hægt að hafa hlýtt og ekki spillir útsýnið fyrir úr herbergisgluggunum“, segir Halldór. Eldhúsið í húsinu er stórt og mikið með fínum eldunarbúnaði og öllu öðru, sem þarf í stórt og gott eldhús. „Já, hér er ný uppgert eldhús til að vera með mötuneyti, það er allt til staðar,“ segir Halldóra. Matsalurinn er stór og fínn í húsinuMagnús Hlynur Hreiðarsson Og í húsinu er líka fín setustofa, sem er klár fyrir íbúa hússins. „Hérna er hægt að setjast niður og hafa það gott og spjalla saman eða að leggja sig eftir matinn, það er ekkert mál,“ bætir Halldór við. Það kom fréttamanni á óvart hvað húsið er í góðu standi og hvað allt lítur svo vel út inni í því. „Það er það, allavega þessar tvær hæðir hérna myndi ég segja að væru í mjög góðu standi, ég veit ekkert um kjallarann,“ segir Halldór. Ástand hússins er ótrúlega gott og vistarverurnar mjög fínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að stjórnvöld kveiki ekki á þessari hugmynd með dvalarheimilið? „Ég veit það ekki, ég held að það sé bara áhugaleysi fyrir málaflokknum en kannski batnar það núna með nýrri ríkisstjórn.“ En hvað er best við Laugarvatn að mati Halldórs? „Það er bara rólegt og gott að ala upp börn og friðsælt. Það er alltaf logn hérna en það fer bara mis hratt. Það er líka ágætt að eldast hérna“, segir Halldór. En ef ekkert gerist í málinu, húsnæðið heldur bara áfram að vera meira og minna autt, hvað gerist þá? „Það veit ég ekki hvað verður gert við þetta hús, það kemur bara í ljós,“ segir Halldór að lokum. Útsýnið úr húsinu yfir Laugarvatn verður ekki miklu fallegra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Eldri borgarar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði