Loftslagsváin bíður ekki Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 12. júní 2025 10:02 Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun