Heilbrigðiskerfið í bakkgír Ingibjörg Isaksen skrifar 12. júní 2025 07:30 Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi. Fljótt á litið virðast hér vera um að ræða göfugt og gott markmið en þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Sambærilegt ákvæði vegna niðurgreiðslu fyrir fram ákveðinnar læknismeðferðar sem sjúkratryggður undirgengst hjá einkareknum veitendum heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki að finna í frumvarpinu. Hér sitja því innlendir þjónustuveitendur ekki við sama borð og þjónustuveitendur erlendis. Það er eðlilegt að leitað sé leiða til að bregðast hraðar við þegar þörfin er brýn. Enginn á að þurfa að bíða lengur en nauðsynlegt er eftir aðgerð eða greiningu sem getur bætt lífsgæði og stuðlað að betri heilsu. En það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja að sú þjónusta sem er í boði hér heima – og uppfyllir fagleg skilyrði – sé nýtt áður en horft er til úrræða erlendis. Tækifæri sem ríkisstjórnin nýtir ekki Undirrituð lagði fram breytingartillögu við ofangreint frumvarp þar sem gert var ráð fyrir að þessi grundvallarregla – að nýta fyrst heilbrigðisþjónustu innanlands áður en leitað yrði erlendis – yrði lögfest. Sú tillaga var felld af stjórnarmeirihlutanum. Þar með liggur fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kýs að hafa ekki í lögum þá eðlilegu skyldu að bjóða einstaklingum upp á meðferð hér á landi, ef hún er til staðar, áður en gripið er til dýrari og flóknari úrræða utan landsteinanna. Þessi nálgun er ekki eingöngu kostnaðarsöm og ámælisverð út frá hagkvæmnissjónarmiðum – hún er einnig táknræn fyrir þann skort á trausti og framtíðarsýn sem birtist í afstöðu ríkisstjórnarinnar til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Snúið upp á einkarekstur Stefna nýrrar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum er svo sannarlega umhugsunarverð. Hvers vegna velur ríkisstjórnin að senda sjúklinga úr landi í leit að heilbrigðisþjónustu, þótt sambærileg þjónusta sé í boði hér heima? Jú, ætlun ríkisstjórnarinnar blasir við, það á greinilega að snúa upp á einkareksturinn og það er byrjað, og það fyrst á konum með endómetríósu. En ekki á að semja um fleiri slíkar aðgerðir í ár. Hér sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit í sinni tærustu mynd og andúð við einkarekstur hér á landi. Það sætir furðu að Viðreisn sé sammála þessari stefnu, enda þvert á þeirra málflutning síðustu ár. Undirrituð spyr sig, er stefna Viðreisnar nú allt í einu að draga enn frekar úr aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu með því að vega að einkarekstri og fækka valkostum? Við höfum góða reynslu Við höfum á undanförnum árum séð að samstarf opinberra og sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustuaðila getur gengið vel þegar markmiðin eru skýr og sjúklingurinn er í forgrunni. Willum Þór Þórsson lagði áherslu á í tíð sinni sem heilbrigðisráðherra að semja um lýðheilsutengdar aðgerðir og létta þannig á opinbera kerfinu. Afköst Landspítalans jukust um 10% vegna þess að létt var á álagi af honum, landsliðið okkar á skurðstofum sjúkrahúsanna hafði tíma til að sinna flóknum aðgerðum á meðan samið var um einfaldari aðgerðir við einkaaðila. Það er með öllu óskiljanlegt að loka á þessa leið og beina fjármunum til erlendra heilbrigðisþjónustuaðila áður en fullreynt er hvað hægt sé að gera hér heima. Þessi pólitíska ákvörðun dregur úr getu okkar til að byggja upp innlent kerfi og stytta biðlista til lengri tíma. Nýtum þekkinguna sem er hér innanlands Það liggur fyrir að fjölbreytt heilbrigðisþjónusta er í boði hér heima, bæði innan opinbera kerfisins og hjá fagfólki sem starfar utan þess. Að baki innlendri heilbrigðisþjónustu eru aðilar sem búa yfir sérþekkingu og geta sinnt sjúklingum án tafar ef þeim er gert kleift að taka að sér þær aðgerðir sem um ræðir. Að nýta þennan dýrmæta mannauð er ekki bara skynsamlegt – það er einnig í þágu fólksins sem þarf á þjónustunni að halda. Það skiptir máli að einstaklingurinn fái lausn sem er bæði fagleg og raunhæf, án þess að þurfa að yfirgefa heimili sitt, ferðast þúsundir kílómetra og treysta á flókin milligöngukerfi. Heilbrigðisþjónusta á að byggja á trausti, samvinnu og sameiginlegri ábyrgð. Við eigum að nýta krafta þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan stofnana eða utan þeirra. Þannig búum við til kerfi sem þjónar fólki – ekki kerfinu sjálfu. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Alþingi Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi. Fljótt á litið virðast hér vera um að ræða göfugt og gott markmið en þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Sambærilegt ákvæði vegna niðurgreiðslu fyrir fram ákveðinnar læknismeðferðar sem sjúkratryggður undirgengst hjá einkareknum veitendum heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki að finna í frumvarpinu. Hér sitja því innlendir þjónustuveitendur ekki við sama borð og þjónustuveitendur erlendis. Það er eðlilegt að leitað sé leiða til að bregðast hraðar við þegar þörfin er brýn. Enginn á að þurfa að bíða lengur en nauðsynlegt er eftir aðgerð eða greiningu sem getur bætt lífsgæði og stuðlað að betri heilsu. En það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja að sú þjónusta sem er í boði hér heima – og uppfyllir fagleg skilyrði – sé nýtt áður en horft er til úrræða erlendis. Tækifæri sem ríkisstjórnin nýtir ekki Undirrituð lagði fram breytingartillögu við ofangreint frumvarp þar sem gert var ráð fyrir að þessi grundvallarregla – að nýta fyrst heilbrigðisþjónustu innanlands áður en leitað yrði erlendis – yrði lögfest. Sú tillaga var felld af stjórnarmeirihlutanum. Þar með liggur fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kýs að hafa ekki í lögum þá eðlilegu skyldu að bjóða einstaklingum upp á meðferð hér á landi, ef hún er til staðar, áður en gripið er til dýrari og flóknari úrræða utan landsteinanna. Þessi nálgun er ekki eingöngu kostnaðarsöm og ámælisverð út frá hagkvæmnissjónarmiðum – hún er einnig táknræn fyrir þann skort á trausti og framtíðarsýn sem birtist í afstöðu ríkisstjórnarinnar til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Snúið upp á einkarekstur Stefna nýrrar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum er svo sannarlega umhugsunarverð. Hvers vegna velur ríkisstjórnin að senda sjúklinga úr landi í leit að heilbrigðisþjónustu, þótt sambærileg þjónusta sé í boði hér heima? Jú, ætlun ríkisstjórnarinnar blasir við, það á greinilega að snúa upp á einkareksturinn og það er byrjað, og það fyrst á konum með endómetríósu. En ekki á að semja um fleiri slíkar aðgerðir í ár. Hér sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit í sinni tærustu mynd og andúð við einkarekstur hér á landi. Það sætir furðu að Viðreisn sé sammála þessari stefnu, enda þvert á þeirra málflutning síðustu ár. Undirrituð spyr sig, er stefna Viðreisnar nú allt í einu að draga enn frekar úr aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu með því að vega að einkarekstri og fækka valkostum? Við höfum góða reynslu Við höfum á undanförnum árum séð að samstarf opinberra og sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustuaðila getur gengið vel þegar markmiðin eru skýr og sjúklingurinn er í forgrunni. Willum Þór Þórsson lagði áherslu á í tíð sinni sem heilbrigðisráðherra að semja um lýðheilsutengdar aðgerðir og létta þannig á opinbera kerfinu. Afköst Landspítalans jukust um 10% vegna þess að létt var á álagi af honum, landsliðið okkar á skurðstofum sjúkrahúsanna hafði tíma til að sinna flóknum aðgerðum á meðan samið var um einfaldari aðgerðir við einkaaðila. Það er með öllu óskiljanlegt að loka á þessa leið og beina fjármunum til erlendra heilbrigðisþjónustuaðila áður en fullreynt er hvað hægt sé að gera hér heima. Þessi pólitíska ákvörðun dregur úr getu okkar til að byggja upp innlent kerfi og stytta biðlista til lengri tíma. Nýtum þekkinguna sem er hér innanlands Það liggur fyrir að fjölbreytt heilbrigðisþjónusta er í boði hér heima, bæði innan opinbera kerfisins og hjá fagfólki sem starfar utan þess. Að baki innlendri heilbrigðisþjónustu eru aðilar sem búa yfir sérþekkingu og geta sinnt sjúklingum án tafar ef þeim er gert kleift að taka að sér þær aðgerðir sem um ræðir. Að nýta þennan dýrmæta mannauð er ekki bara skynsamlegt – það er einnig í þágu fólksins sem þarf á þjónustunni að halda. Það skiptir máli að einstaklingurinn fái lausn sem er bæði fagleg og raunhæf, án þess að þurfa að yfirgefa heimili sitt, ferðast þúsundir kílómetra og treysta á flókin milligöngukerfi. Heilbrigðisþjónusta á að byggja á trausti, samvinnu og sameiginlegri ábyrgð. Við eigum að nýta krafta þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan stofnana eða utan þeirra. Þannig búum við til kerfi sem þjónar fólki – ekki kerfinu sjálfu. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun