Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2025 10:32 Flugmóðurskipið Shandong undan ströndm Taívan á mánudaginn. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína. Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Sjá meira
Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína.
Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Sjá meira