Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar 12. júní 2025 13:01 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Leikskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun