Sané mættur til Tyrklands Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 13:48 Leroy Sané var vel tekið á flugvellinum í Tyrklandi. Samet Yalcin / dia images via Getty Images Leroy Sané hefur sagt skilið við Bayern Munchen eftir fimm ár hjá þýsku meisturunum og skrifað undir samning til næstu þriggja ára við tyrknesku meistarana Galatasaray. „Eftir fimm krefjandi ár hér í Munchen hef ég ákveðið að hefja nýjan kafla á næsta tímabili. Ég er ótrúlega stoltur með að hafa klæðst treyju besta og stærsta liðs Þýskalands í meira en tvö hundruð leikjum“ skrifaði Sané í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann kvaddi Bæjara. Dear Bayern fans, after 5 intense years here in Munich, I’ve decided to start a new chapter in the upcoming season. I’m incredibly proud to have worn the jersey of the best and biggest club in Germany for over 200 matches and will always cherish the titles we’ve won together.… pic.twitter.com/qPPufPmWGR— Leroy Sané (@leroy_sane) June 12, 2025 Á ferli sínum með Bayern varð Sané Þýskalandsmeistari fjórum sinnum, vann þýska Ofurbikarinn tvisvar og Ofurbikar Evrópu einu sinni ásamt því að sigra HM félagsliða með Bayern árið 2020. Sané skoraði 61 mark og lagði upp 55 sinnum í 220 leikjum fyrir Bayern. Harry Langer/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hann fer frítt til tyrkneska félagsins Galatasaray, þar sem hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning. Galatasaray varð tyrkneskur meistari þriðja árið í röð á síðasta tímabili og tryggði sér aftur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. ❤️💛🇹🇷 Leroy Sané officially joins Galatasaray on three year contract. pic.twitter.com/JsMGnNHQhq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2025 Ásamt því að semja við Sané er Galatasaray að reyna að styrkja liðið með frekari kaupum. Victor Osimhen var að láni hjá liðinu á síðasta tímabili og stefnt er að því að festa kaup á honum. Þá hefur félagið einnig verið orðað við varnarmanninn Milan Skriniar og miðjumanninn Hakan Calhanoglu. Tyrkneski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
„Eftir fimm krefjandi ár hér í Munchen hef ég ákveðið að hefja nýjan kafla á næsta tímabili. Ég er ótrúlega stoltur með að hafa klæðst treyju besta og stærsta liðs Þýskalands í meira en tvö hundruð leikjum“ skrifaði Sané í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann kvaddi Bæjara. Dear Bayern fans, after 5 intense years here in Munich, I’ve decided to start a new chapter in the upcoming season. I’m incredibly proud to have worn the jersey of the best and biggest club in Germany for over 200 matches and will always cherish the titles we’ve won together.… pic.twitter.com/qPPufPmWGR— Leroy Sané (@leroy_sane) June 12, 2025 Á ferli sínum með Bayern varð Sané Þýskalandsmeistari fjórum sinnum, vann þýska Ofurbikarinn tvisvar og Ofurbikar Evrópu einu sinni ásamt því að sigra HM félagsliða með Bayern árið 2020. Sané skoraði 61 mark og lagði upp 55 sinnum í 220 leikjum fyrir Bayern. Harry Langer/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hann fer frítt til tyrkneska félagsins Galatasaray, þar sem hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning. Galatasaray varð tyrkneskur meistari þriðja árið í röð á síðasta tímabili og tryggði sér aftur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. ❤️💛🇹🇷 Leroy Sané officially joins Galatasaray on three year contract. pic.twitter.com/JsMGnNHQhq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2025 Ásamt því að semja við Sané er Galatasaray að reyna að styrkja liðið með frekari kaupum. Victor Osimhen var að láni hjá liðinu á síðasta tímabili og stefnt er að því að festa kaup á honum. Þá hefur félagið einnig verið orðað við varnarmanninn Milan Skriniar og miðjumanninn Hakan Calhanoglu.
Tyrkneski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira