„Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júní 2025 23:13 Þjóðvarðliðar standa tilbúnir vegna mótmæla utan við opinbera byggingu í Los Angeles. Vísir/Getty Mótmælin í Los Angeles héldu áfram í nótt og eru farin að breiðast út til annarra borga í Bandaríkjunum. Íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja og að inngrip Donald Trump sé aðalstæðan fyrir spennunni sem ríkir. Yfir 200 manns hafa verið handteknir í Los Angeles síðan mótmælin í borginni hófust síðastliðinn föstudag. Á myndböndum frá mótmælum gærkvöldsins má sjá fólk bæði flýja og vera handtekið af fulltrúum innflytjendastofnunar landsins. Mótmælin hafa breiðst út í aðrar borgir í Bandaríkjunum og meðal annars var táragasi beitt gegn mótmælendum í Las Vegas og þá voru átta handteknir í Seattle í mótmælum sem lögregla taldi ólögleg. Yfirmaður Innflytjendastofnunar landsins varði aðgerðir yfirvalda í viðtali í dag og sagði algjört stjórnleysi ríkja í Los Angeles. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja þó vissulega séu einstaklingar með einbeittan brotavilja sem brjóti af sér og skapi vandræði. „Það eru vissulega mótmæli í borginni, það eru engar óeirðir hér í borginni. Eldar loga ekki og það hefur verið meira stuð í borginni þegar Dodgers unnu úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Þúsundir þjóðvarða- og landgönguliða hafa verið kallaðir út til aðstoðar yfirvöldum og munu koma til borgarinnar á næstu tveimur sólarhringum. Dröfn segir að aðgerðir Donald Trump séu ástæðan fyrir þeirri spennu sem ríki í borginni. „Trump situr í Washington og segir að hann ætli að bjarga Kaliforníu með öllu þessu hervaldi sem er hérna. Það er ekkert að bjarga, það er ekkert að. Hann er ástæðan fyrir því að það eru mótmæli, hann er ástæðan fyrir því að það er spenna. Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Yfir 200 manns hafa verið handteknir í Los Angeles síðan mótmælin í borginni hófust síðastliðinn föstudag. Á myndböndum frá mótmælum gærkvöldsins má sjá fólk bæði flýja og vera handtekið af fulltrúum innflytjendastofnunar landsins. Mótmælin hafa breiðst út í aðrar borgir í Bandaríkjunum og meðal annars var táragasi beitt gegn mótmælendum í Las Vegas og þá voru átta handteknir í Seattle í mótmælum sem lögregla taldi ólögleg. Yfirmaður Innflytjendastofnunar landsins varði aðgerðir yfirvalda í viðtali í dag og sagði algjört stjórnleysi ríkja í Los Angeles. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja þó vissulega séu einstaklingar með einbeittan brotavilja sem brjóti af sér og skapi vandræði. „Það eru vissulega mótmæli í borginni, það eru engar óeirðir hér í borginni. Eldar loga ekki og það hefur verið meira stuð í borginni þegar Dodgers unnu úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Þúsundir þjóðvarða- og landgönguliða hafa verið kallaðir út til aðstoðar yfirvöldum og munu koma til borgarinnar á næstu tveimur sólarhringum. Dröfn segir að aðgerðir Donald Trump séu ástæðan fyrir þeirri spennu sem ríki í borginni. „Trump situr í Washington og segir að hann ætli að bjarga Kaliforníu með öllu þessu hervaldi sem er hérna. Það er ekkert að bjarga, það er ekkert að. Hann er ástæðan fyrir því að það eru mótmæli, hann er ástæðan fyrir því að það er spenna. Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira