Hvenær kemur að okkur? Hjördís María Karlsdóttir skrifar 13. júní 2025 10:00 Það er spurning. Fátækt er vaxandi vandamál á Íslandi, bilið lengist á milli þeirra ríku og þeirra sem fátækir eru. Fátækt er til í allskonar myndum. Það eru þeir sem eru láglaunaðir og borga himinháa leigu. Það eru líka einstæðir foreldrar, því Ísland er ekki barnvænt land. Það eru innflytjendur, því Ísland er með fjölþættan aðlögunarvanda. Það eru þau sem eru í neyslu. Það eru þau sem glíma við geðræn veikindi. Og svo er það hópurinn sem er einn af þeim stærstu, fólkið í miklu skuldafangelsi. Ég er partur af þessum hóp, allt mitt líf hef ég lifað við semí fátækt og lífið lagaðist ekki þegar ég fór að búa sjálf. Lífið mitt varð erfiðara. Ég ákvað að taka skyndilán til að ná endum saman og svo seinna meir til að láta mér líða vel, með kaup á nýjum hlutum. Hvað eru smálán? Smálán er skyndilán sem auðvelt er að taka þegar fjármagnið er lítið, þetta lán er of auðvelt að fá, þú sækir um, bíður eftir staðfestingu frá lánshæfnisstofnun og færð það inná bankann þinn stuttu síðar, þetta verður svo að vana þegar líður á, þú hugsar: “Hey, það er kominn 20. og mig vantar smá aur, best að taka lán, ég borga það seinna…” Og hvað gerist að lokum? Þú tekur of mörg lán og endar á því að ná ekki að borga eitt þeirra, það fer í innheimtuferli og það veldur keðjuverkun og áður en þú nærð að átta þig á skalanum á vandamálinu ertu kominn í skuldafangelsi og þá ertu kominn í rosalega fátækt næstu árin eða jafnvel áratugi. Ég féll í þessa gildru og er ég að glíma við mikla fátækt í kjölfarið og sé ég eftir því í dag. Ofan á þetta leggjast svo “hin almennu útgjöld” og þá er hver og ein einustu mánaðamót þá er kvíðahnútur í maganum, munum við eiga nóg fyrir bleyjum og mat? Munum við eiga nóg fyrir bensíni? Eins og staðan er núna þá er peningurinn búinn fyrir 10 hvers mánaðar. Ég er sú ekki eina sem er að díla við þessa miklu fátækt, seinast heyrði ég sagt að rúm 60000 heimili á Íslandi eru í sama pakka og ég. Ég spyr: Hvað ætla valkyrjurnar í ríkisstjórn að gera fyrir þá sem eru í skuldasúpu og lifa við fátækt? Það fólk sem reynir að vinna af sér skuldirnar með launum aðeins yfir fátæktarmörkum hefur engan rétt á fjárhagslegum stuðningi, því að ekkert mark er tekið á heildarútgjöldum og útgjöldum til skulda þegar tekið er mat á því hvort þú þurfir fjárhagslegan stuðning og þarft því að lifa á afgangi eða vonum á aðgangi að frískápum sem er ekki mikill og oftar en ekki þá er allur peningurinn búinn fyrir mánaðamót. Þetta fólk á sum hver erfitt með að spara, því það þarf að versla í matinn. Það á að eftir að t.d að kaupa bensín oftar en einu sinni í mánuðinum. Fólk segir við þessa einstaklinga: “Af hverju reynið þið ekki að spara? Þú veist ekki fyrr en þú prófar, aurarnir eru fljótir að safnast þegar þið sparið.”Sumir einstaklingar eru svo heppnir að þau geta sparað eftir að allir reikningar eru borgaðir, en margir eru ekki svo heppnir, ég er ein af þeim hópi, eftir að við borgum alla reikninga þá eigum lítinn pening, og þurfum að reikna með hvað mikið við þurfum á hvoru og svo búum við á Akranesi og ég vinn í bænum annað slagið og þá er að eiga nóg bensín, þá eru peningarnir fljótir að klárast, við erum einnig með lítinn sjö mánaða strák sem þarf bleyjur og er byrjaður að fá mjólkurformúlu og mat, við sleppum við að kaupa mikið af mauki því við gerum okkar eigið mauk en annars er hann að fá venjulegan mat, vel maukaðan auðvitað, þetta allt kostar sitt. Við getum farið í fjölnota bleyjur og sparað pening, en þá erum við samt fátæk því allt auka fé fer á bílinn, mat og fleira, launin okkar er ekki beint til að hrópa húrra yfir, eitt okkar í fæðingarorlofi og hitt að fara vinna í sumarvinnu á Akranesi því við erum að leita af vinnu á Akranesi, til að spara okkur auka aur, sem er vandamál, þar sem ekki er mikið að vinnu að fá hér á skaganum sem er sorglegt, þessi bær sem blómstraði einu sinni í atvinnulífi er núna kallaður svefnbær því enn og aftur má ekkert vera á landsbyggðinni því það kostar svo mikið að halda því uppi samkvæmt einhverjum sérfræðingum í stórfyrirtækjum og ríkisstjórn, en á sama tíma er mikið af barnafólki að flýja höfuðborgarsvæðið, því allt þar er ekki lengur hentugt að lifa fyrir barnafjölskyldur, biðlistar inn á leikskóla, biðlistar hjá dagmömmum, sem er sama sagan núna út fyrir miðborgina því einmitt, barnafólk er að flytja á landsbyggðina, og ekki mikið að byggjast upp þar nema með mikilli heppni en það er grein sem á rétt að sér seinna. Það vakna upp margar spurningar. Af hverju er ekki löngu búið að viðurkenna starfsfólk leikskóla og skóla sem bráðnauðsynlegt vinnuafl fyrir landið og bara hækka launin til þess fjölga kennurum og dagforeldrum á Íslandi til þess að bregðast við þessu. Því að ríkjandi stjórnaröfl hafa hingað til ekki séð þetta sem vandamál fyrir þau til að leysa og vilja frekar leyfa einkageira að þróast og hægt og rólega taka yfir. Af hverju eru barnabætur svona lágar fyrir fólk? Því þær eru tekjutengdar og ef þú færð of mikið fyrir skatt þá missir fólk helminginn af barnabótunum. Af hverju eru launin ekki nóg? Því skuldirnar eru háar, útgjöld eru há og ferðakostnaður er yfirleitt álitið sem persónulegt vandamál. Hver er ástæðan fyrir að einstæðir foreldrar á Íslandi eru að berjast við að eiga nóg fyrir börnin sín? Leiga og önnur útgjöld eru mikil á einstæða foreldra, og þau þurfa oftar en ekki að leita til fjölskyldu, bæjarfélagsins og hjálparsamtaka til að fá mat fyrir börnin sín. En stundum eiga þau engan rétt á fjárhagslegum stuðningi og vil ég skora á einstæða foreldra að skrifa grein, og láta í sér heyra. Ég skora líka á fólk sem eru partur af þessum 60.000 heimilum sem lifa við fátækt, að gera slíkt hið sama og láta í sér heyra. Það er komið að okkur!Við eigum rétt á því að lifa lífi! Höfundur er fátækur kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er spurning. Fátækt er vaxandi vandamál á Íslandi, bilið lengist á milli þeirra ríku og þeirra sem fátækir eru. Fátækt er til í allskonar myndum. Það eru þeir sem eru láglaunaðir og borga himinháa leigu. Það eru líka einstæðir foreldrar, því Ísland er ekki barnvænt land. Það eru innflytjendur, því Ísland er með fjölþættan aðlögunarvanda. Það eru þau sem eru í neyslu. Það eru þau sem glíma við geðræn veikindi. Og svo er það hópurinn sem er einn af þeim stærstu, fólkið í miklu skuldafangelsi. Ég er partur af þessum hóp, allt mitt líf hef ég lifað við semí fátækt og lífið lagaðist ekki þegar ég fór að búa sjálf. Lífið mitt varð erfiðara. Ég ákvað að taka skyndilán til að ná endum saman og svo seinna meir til að láta mér líða vel, með kaup á nýjum hlutum. Hvað eru smálán? Smálán er skyndilán sem auðvelt er að taka þegar fjármagnið er lítið, þetta lán er of auðvelt að fá, þú sækir um, bíður eftir staðfestingu frá lánshæfnisstofnun og færð það inná bankann þinn stuttu síðar, þetta verður svo að vana þegar líður á, þú hugsar: “Hey, það er kominn 20. og mig vantar smá aur, best að taka lán, ég borga það seinna…” Og hvað gerist að lokum? Þú tekur of mörg lán og endar á því að ná ekki að borga eitt þeirra, það fer í innheimtuferli og það veldur keðjuverkun og áður en þú nærð að átta þig á skalanum á vandamálinu ertu kominn í skuldafangelsi og þá ertu kominn í rosalega fátækt næstu árin eða jafnvel áratugi. Ég féll í þessa gildru og er ég að glíma við mikla fátækt í kjölfarið og sé ég eftir því í dag. Ofan á þetta leggjast svo “hin almennu útgjöld” og þá er hver og ein einustu mánaðamót þá er kvíðahnútur í maganum, munum við eiga nóg fyrir bleyjum og mat? Munum við eiga nóg fyrir bensíni? Eins og staðan er núna þá er peningurinn búinn fyrir 10 hvers mánaðar. Ég er sú ekki eina sem er að díla við þessa miklu fátækt, seinast heyrði ég sagt að rúm 60000 heimili á Íslandi eru í sama pakka og ég. Ég spyr: Hvað ætla valkyrjurnar í ríkisstjórn að gera fyrir þá sem eru í skuldasúpu og lifa við fátækt? Það fólk sem reynir að vinna af sér skuldirnar með launum aðeins yfir fátæktarmörkum hefur engan rétt á fjárhagslegum stuðningi, því að ekkert mark er tekið á heildarútgjöldum og útgjöldum til skulda þegar tekið er mat á því hvort þú þurfir fjárhagslegan stuðning og þarft því að lifa á afgangi eða vonum á aðgangi að frískápum sem er ekki mikill og oftar en ekki þá er allur peningurinn búinn fyrir mánaðamót. Þetta fólk á sum hver erfitt með að spara, því það þarf að versla í matinn. Það á að eftir að t.d að kaupa bensín oftar en einu sinni í mánuðinum. Fólk segir við þessa einstaklinga: “Af hverju reynið þið ekki að spara? Þú veist ekki fyrr en þú prófar, aurarnir eru fljótir að safnast þegar þið sparið.”Sumir einstaklingar eru svo heppnir að þau geta sparað eftir að allir reikningar eru borgaðir, en margir eru ekki svo heppnir, ég er ein af þeim hópi, eftir að við borgum alla reikninga þá eigum lítinn pening, og þurfum að reikna með hvað mikið við þurfum á hvoru og svo búum við á Akranesi og ég vinn í bænum annað slagið og þá er að eiga nóg bensín, þá eru peningarnir fljótir að klárast, við erum einnig með lítinn sjö mánaða strák sem þarf bleyjur og er byrjaður að fá mjólkurformúlu og mat, við sleppum við að kaupa mikið af mauki því við gerum okkar eigið mauk en annars er hann að fá venjulegan mat, vel maukaðan auðvitað, þetta allt kostar sitt. Við getum farið í fjölnota bleyjur og sparað pening, en þá erum við samt fátæk því allt auka fé fer á bílinn, mat og fleira, launin okkar er ekki beint til að hrópa húrra yfir, eitt okkar í fæðingarorlofi og hitt að fara vinna í sumarvinnu á Akranesi því við erum að leita af vinnu á Akranesi, til að spara okkur auka aur, sem er vandamál, þar sem ekki er mikið að vinnu að fá hér á skaganum sem er sorglegt, þessi bær sem blómstraði einu sinni í atvinnulífi er núna kallaður svefnbær því enn og aftur má ekkert vera á landsbyggðinni því það kostar svo mikið að halda því uppi samkvæmt einhverjum sérfræðingum í stórfyrirtækjum og ríkisstjórn, en á sama tíma er mikið af barnafólki að flýja höfuðborgarsvæðið, því allt þar er ekki lengur hentugt að lifa fyrir barnafjölskyldur, biðlistar inn á leikskóla, biðlistar hjá dagmömmum, sem er sama sagan núna út fyrir miðborgina því einmitt, barnafólk er að flytja á landsbyggðina, og ekki mikið að byggjast upp þar nema með mikilli heppni en það er grein sem á rétt að sér seinna. Það vakna upp margar spurningar. Af hverju er ekki löngu búið að viðurkenna starfsfólk leikskóla og skóla sem bráðnauðsynlegt vinnuafl fyrir landið og bara hækka launin til þess fjölga kennurum og dagforeldrum á Íslandi til þess að bregðast við þessu. Því að ríkjandi stjórnaröfl hafa hingað til ekki séð þetta sem vandamál fyrir þau til að leysa og vilja frekar leyfa einkageira að þróast og hægt og rólega taka yfir. Af hverju eru barnabætur svona lágar fyrir fólk? Því þær eru tekjutengdar og ef þú færð of mikið fyrir skatt þá missir fólk helminginn af barnabótunum. Af hverju eru launin ekki nóg? Því skuldirnar eru háar, útgjöld eru há og ferðakostnaður er yfirleitt álitið sem persónulegt vandamál. Hver er ástæðan fyrir að einstæðir foreldrar á Íslandi eru að berjast við að eiga nóg fyrir börnin sín? Leiga og önnur útgjöld eru mikil á einstæða foreldra, og þau þurfa oftar en ekki að leita til fjölskyldu, bæjarfélagsins og hjálparsamtaka til að fá mat fyrir börnin sín. En stundum eiga þau engan rétt á fjárhagslegum stuðningi og vil ég skora á einstæða foreldra að skrifa grein, og láta í sér heyra. Ég skora líka á fólk sem eru partur af þessum 60.000 heimilum sem lifa við fátækt, að gera slíkt hið sama og láta í sér heyra. Það er komið að okkur!Við eigum rétt á því að lifa lífi! Höfundur er fátækur kvikmyndagerðarmaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun