Hver á arðinn af sjávarútvegsauðlindinni? Einar G. Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:02 Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Sjávarútvegur Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun