Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 10:04 Olíubirgðastöð i Tehran í ljósum logum eftir loftárás í nótt. AP Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum. Íran Ísrael Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum.
Íran Ísrael Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira