Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 12:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigri í Meistaradeildinni í gær og fyrir aftan hann má sjá Ómar Inga Magnússon faðma einn starfsmann liðsins. Getty/Marius Becker/ Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30