Fyrsta konan sem stýrir MI6 Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 09:35 Höfuðstöðvar MI6 í London fá nýjan hæstráðanda síðar á þessu ári þegar Blaise Metreweli (t.h.) verður fyrsta konan sem stýrir leyniþjónustunni. AP Blaise Metreweli verður fyrsta konan sem stýrir bresku utanríkisleyniþjónustunni MI6 í 116 ára sögu stofnunarinnar síðar á þessu ári. Hún hefur aldarfjórðungs langa reynslu af störfum fyrir leyniþjónustunar og er tæknistjóri MI6 sem þekktur er sem „Q“. Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland. Bretland Jafnréttismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland.
Bretland Jafnréttismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira