Sóun á Alþingi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:02 Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun