Húsnæðisöryggi – Sameiginleg ábyrgð Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:32 Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Þegar ungt fólk kemur út á vinnumarkað er ævinlega forgangsmál að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hvenær sem það skeið hefst í lífi fólks. Þegar starfsævin hefst fyrir alvöru, oft að loknu háskólanámi, glímir þetta unga fólk oftar en ekki við þungar fjárhagslegar byrðar. Til marks um það eru há endurgreiðslubyrði námslána, hátt húsnæðisverð, hátt leiguverð og skortur á hagkvæmum húsnæðiskostum. Allt hefur þetta áhrif á hversu erfið fyrstu skrefin að fjárhagslegu sjálfstæði geta verið ungu fólki. Þessum veruleika hefur BHM vakið athygli á um langt skeið og bent á leiðir til lausna. Um 10% félagsmanna í aðildarfélögum BHM búa í leiguhúsnæði. Af þeim segja tæplega 27% að húsnæðiskostnaðurinn sé þeim þungbær (Lífskjarakönnun BHM 2024). Húsnæðisstefna með samfélagslega skírskotun Það er því ánægjuefni þegar það gerist að stjórnvöld, bæði ríki og Reykjavíkurborg, stíga stór skref til að bregðast við vandanum. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Í nýrri húsnæðisáætlun Reykjavíkur til ársins 2034 er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 16.000 nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Af þeim verða að minnsta kosti 35%, eða um 5.600 íbúðir, byggðar á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum. Þar er meginmarkmiðið að tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir fjölbreytta hópa, meðal annars ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og einstaklinga með takmarkaða greiðslugetu. Þessi uppbygging er árangur af markvissu samstarfi borgaryfirvalda við ríkið, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði. Einnig hafa borgaryfirvöld tekið höndum saman við stéttarfélög um uppbyggingu í nýjum hverfum, þar sem sérstakt húsnæðisfélag í eigu verkalýðshreyfingarinnar tekur þátt í að byggja upp óhagnaðardrifið leiguhúsnæði. Á bak við þessar aðgerðir liggur fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda með þríþættri meðgjöf: úthlutun lóða á hagstæðum kjörum, stofnframlögum úr ríkissjóði og lánveitingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þannig verður til húsnæði, sem leigt er á lægra verði en almennt gerist á markaði, þar sem tekjutakmarkanir og önnur skilyrði tryggja að þeir hópar sem þurfa á stuðningi að halda njóti úrræðanna. Ábyrg húsnæðisstefna fyrir komandi kynslóðir BHM telur mikilvægt að þessi nálgun verði þróuð áfram og efld, enda um samfélagslegt verkefni að ræða, sem líklegt er til að auka lífsgæði einstaklinga. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þegar ákalli um úrbætur er mætt með samstilltu átaki, enda hefur skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði neikvæð áhrif á fjölbreytni atvinnulífs og ógnar samkeppnishæfni samfélagsins til lengri tíma. Í þessu sambandi er líka gagnlegt að horfa út fyrir landsteinana. Evrópusambandið hefur í nýlegri stefnumótun um viðráðanlegt húsnæði (European Affordable Housing Initiative) undirstrikað mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að auka framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Stefnt er að stofnun samevrópsks fjárfestingarsjóðs, mótun nýrra viðmiða um ríkisaðstoð og hertum reglum til að bregðast við afleiðingum skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. Þessar áherslur eru nýmæli í stefnu ESB og sannarlega tímabærar eftir afregluvæðingu undangenginna ára. Þær ríma vel við þá stefnu sem íslensk stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa mótað á undanförnum árum og mikilvægt að samtök launafólks fylgist vel með innleiðingu þeirra. Þróun í þessa veru er í góðu samræmi við stefnu BHM í húsnæðismálum. Húsnæðisöryggi fólks er ekki einkamál fjármagnseiganda heldur forsenda þess að byggt sé upp réttlátt og samkeppnishæft samfélag. Með markvissum aðgerðum á borð við þær sem nú eru í gangi og í samvinnu við félagasamtök, lífeyrissjóði og atvinnulífið getum við skapað raunverulegar lausnir til að bregðast við fjölþættum vanda í húsnæðismálum. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Þegar ungt fólk kemur út á vinnumarkað er ævinlega forgangsmál að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hvenær sem það skeið hefst í lífi fólks. Þegar starfsævin hefst fyrir alvöru, oft að loknu háskólanámi, glímir þetta unga fólk oftar en ekki við þungar fjárhagslegar byrðar. Til marks um það eru há endurgreiðslubyrði námslána, hátt húsnæðisverð, hátt leiguverð og skortur á hagkvæmum húsnæðiskostum. Allt hefur þetta áhrif á hversu erfið fyrstu skrefin að fjárhagslegu sjálfstæði geta verið ungu fólki. Þessum veruleika hefur BHM vakið athygli á um langt skeið og bent á leiðir til lausna. Um 10% félagsmanna í aðildarfélögum BHM búa í leiguhúsnæði. Af þeim segja tæplega 27% að húsnæðiskostnaðurinn sé þeim þungbær (Lífskjarakönnun BHM 2024). Húsnæðisstefna með samfélagslega skírskotun Það er því ánægjuefni þegar það gerist að stjórnvöld, bæði ríki og Reykjavíkurborg, stíga stór skref til að bregðast við vandanum. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Í nýrri húsnæðisáætlun Reykjavíkur til ársins 2034 er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 16.000 nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Af þeim verða að minnsta kosti 35%, eða um 5.600 íbúðir, byggðar á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum. Þar er meginmarkmiðið að tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir fjölbreytta hópa, meðal annars ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og einstaklinga með takmarkaða greiðslugetu. Þessi uppbygging er árangur af markvissu samstarfi borgaryfirvalda við ríkið, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði. Einnig hafa borgaryfirvöld tekið höndum saman við stéttarfélög um uppbyggingu í nýjum hverfum, þar sem sérstakt húsnæðisfélag í eigu verkalýðshreyfingarinnar tekur þátt í að byggja upp óhagnaðardrifið leiguhúsnæði. Á bak við þessar aðgerðir liggur fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda með þríþættri meðgjöf: úthlutun lóða á hagstæðum kjörum, stofnframlögum úr ríkissjóði og lánveitingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þannig verður til húsnæði, sem leigt er á lægra verði en almennt gerist á markaði, þar sem tekjutakmarkanir og önnur skilyrði tryggja að þeir hópar sem þurfa á stuðningi að halda njóti úrræðanna. Ábyrg húsnæðisstefna fyrir komandi kynslóðir BHM telur mikilvægt að þessi nálgun verði þróuð áfram og efld, enda um samfélagslegt verkefni að ræða, sem líklegt er til að auka lífsgæði einstaklinga. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þegar ákalli um úrbætur er mætt með samstilltu átaki, enda hefur skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði neikvæð áhrif á fjölbreytni atvinnulífs og ógnar samkeppnishæfni samfélagsins til lengri tíma. Í þessu sambandi er líka gagnlegt að horfa út fyrir landsteinana. Evrópusambandið hefur í nýlegri stefnumótun um viðráðanlegt húsnæði (European Affordable Housing Initiative) undirstrikað mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að auka framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Stefnt er að stofnun samevrópsks fjárfestingarsjóðs, mótun nýrra viðmiða um ríkisaðstoð og hertum reglum til að bregðast við afleiðingum skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. Þessar áherslur eru nýmæli í stefnu ESB og sannarlega tímabærar eftir afregluvæðingu undangenginna ára. Þær ríma vel við þá stefnu sem íslensk stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa mótað á undanförnum árum og mikilvægt að samtök launafólks fylgist vel með innleiðingu þeirra. Þróun í þessa veru er í góðu samræmi við stefnu BHM í húsnæðismálum. Húsnæðisöryggi fólks er ekki einkamál fjármagnseiganda heldur forsenda þess að byggt sé upp réttlátt og samkeppnishæft samfélag. Með markvissum aðgerðum á borð við þær sem nú eru í gangi og í samvinnu við félagasamtök, lífeyrissjóði og atvinnulífið getum við skapað raunverulegar lausnir til að bregðast við fjölþættum vanda í húsnæðismálum. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar