Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2025 07:32 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í borginni, en Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, tók við borgarstjórastólnum af honum í febrúar síðastliðinn. Vísir/Ívar Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent. Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira