Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2025 07:34 Fasteignamarkaðurinn er við stofuhita samkvæmt ýmsum mælikvörðum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Fasteignamarkaðurinn hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur hefur verið í samræmi við meðaltal síðastliðinna tíu ára, en nýjar íbúðir seljast þó verr en aðrar íbúðir. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS. Þar kemur einnig fram að fasteignasalar telji umsvif á fasteignamarkaði lítil í júní og á valdi kaupenda þessa stundina. Á sama tíma er aukinn eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði, á bæði langtíma og skammtíma. Það séu vísbendingar um að umsvif á skammtímaleigumarkaði geti orðið meiri í sumar samanborið við síðustu tvö sumur. Í samantekt skýrslunnar segir einnig að á lánamarkaði hafi hrein ný lántaka verið mjög lítil hjá bönkunum í apríl, þriðja mánuðinn í röð, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Aftur á móti hafi hrein ný lántaka verið töluverð hjá lífeyrissjóðunum. Veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum séu almennt lægri en hjá bönkum en á móti komi að heimilin búi að talsverðum sparnaði þar sem innlán heimila hafa aukist umfram ráðstöfunartekjur á síðustu misserum. Þá kemur einnig fram að á byggingarmarkaði hafi fjárfesting aukist í íbúðarhúsnæði um tæpan fimmtung að raunvirði í fyrra eftir að hafa dregist saman árið 2023. Að jafnaði störfuðu 5,4 prósent fleiri í byggingariðnaði í fyrra var en árið 2023 en dregið hefur úr fjölgun starfsfólks í greininni í ár sem þó er bundin talsverðum árstíðasveiflum. Fimm prósent íbúða sérbýli Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Sérbýli nær utan yfir einbýli, raðhús og parhús, en ekki hæðir í fjölbýli með sérinngangi. Einungis fimm prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem komu inn á markað síðasta ári voru í sérbýlum. Af mælaborði íbúða í byggingu má sjá að innan við tíu prósent allra íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru íbúðir í sérbýlum eða 301 af 3721. Hlutdeild íbúða í sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað af heildarframboði íbúða ár frá ári frá 2022. HMS Í byrjun nóvember 2019 voru álíka mörg og eru í dag, eða í kringum 370 sérbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti voru í kringum 1.700 íbúðir í fjölbýlum til sölu á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2019, samanborið við rúmlega 2.400 íbúðir í dag. Á sama tíma fyrir ári voru álíka eða í kringum 370 sérbýli til sölu en þá voru um 56 prósent þeirra verðlögð á undir 150 milljónir króna. Í dag er hlutfall þeirra í kringum 53 prósent, en 47 prósent sérbýlishúsa eru verðlögð yfir 150 milljónir króna. Í mars, apríl og maí hefur undirvísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali verið í 111 stigum, en undirvísitalan var að meðaltali í 102,8 stigum á sama tímabili í fyrra. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um átta prósent á milli vormánaða 2024 og 2025, en til samanburðar hækkaði undirvísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu um fimm prósent á sama tíma. Umsvif á skammtímaleigumarkaði álíka mikil og í fyrra Alls voru um 7.400 eignir skráðar á skammtímaleiguvefnum Airbnb á öllu landinu í apríl þar sem helmingur eignanna staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingur utan þess. Airbnb skráningar í síðastliðnum aprílmánuði voru 3,5% fleiri en í aprílmánuði árið 2024. Alls eru um 5,5 prósent færri Airbnb-eignir í apríl miðað við sama mánuð árið 2019. Fjöldi eigna sem leigðar eru út á Airbnb hefur hins vegar ekki enn náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur. HMS Greina má augljósar árstíðarsveiflur á síðustu árum sem ná hámarki yfir sumartímann þegar ferðamenn koma til landsins í miklum mæli. Airbnb-eignum fjölgaði töluvert á milli mánaða í apríl síðastliðnum, en haldi þeim áfram að fjölga á sama hraða og á síðustu árum má búast við að umsvif á skammtímaleigumarkaði verði meiri í sumar en síðustu tvö sumur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis helst fjöldi Airbnb-eigna óbreyttur á milli ára á sama tíma og þeim fjölgar um þrjú prósent annars staðar á landsbyggðinni. Airbnb-eignum fjölgar mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar nemur fjölgunin um fimm prósent á milli aprílmánaða 2024 og 2025. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn hefur verið við stofuhita í ár, samkvæmt mismunandi mælikvörðum HMS. Fjöldi kaupsamninga og verðþrýstingur hefur verið í samræmi við meðaltal síðastliðinna tíu ára, en nýjar íbúðir seljast þó verr en aðrar íbúðir. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS. Þar kemur einnig fram að fasteignasalar telji umsvif á fasteignamarkaði lítil í júní og á valdi kaupenda þessa stundina. Á sama tíma er aukinn eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði, á bæði langtíma og skammtíma. Það séu vísbendingar um að umsvif á skammtímaleigumarkaði geti orðið meiri í sumar samanborið við síðustu tvö sumur. Í samantekt skýrslunnar segir einnig að á lánamarkaði hafi hrein ný lántaka verið mjög lítil hjá bönkunum í apríl, þriðja mánuðinn í röð, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Aftur á móti hafi hrein ný lántaka verið töluverð hjá lífeyrissjóðunum. Veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum séu almennt lægri en hjá bönkum en á móti komi að heimilin búi að talsverðum sparnaði þar sem innlán heimila hafa aukist umfram ráðstöfunartekjur á síðustu misserum. Þá kemur einnig fram að á byggingarmarkaði hafi fjárfesting aukist í íbúðarhúsnæði um tæpan fimmtung að raunvirði í fyrra eftir að hafa dregist saman árið 2023. Að jafnaði störfuðu 5,4 prósent fleiri í byggingariðnaði í fyrra var en árið 2023 en dregið hefur úr fjölgun starfsfólks í greininni í ár sem þó er bundin talsverðum árstíðasveiflum. Fimm prósent íbúða sérbýli Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Sérbýli nær utan yfir einbýli, raðhús og parhús, en ekki hæðir í fjölbýli með sérinngangi. Einungis fimm prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem komu inn á markað síðasta ári voru í sérbýlum. Af mælaborði íbúða í byggingu má sjá að innan við tíu prósent allra íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru íbúðir í sérbýlum eða 301 af 3721. Hlutdeild íbúða í sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað af heildarframboði íbúða ár frá ári frá 2022. HMS Í byrjun nóvember 2019 voru álíka mörg og eru í dag, eða í kringum 370 sérbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti voru í kringum 1.700 íbúðir í fjölbýlum til sölu á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2019, samanborið við rúmlega 2.400 íbúðir í dag. Á sama tíma fyrir ári voru álíka eða í kringum 370 sérbýli til sölu en þá voru um 56 prósent þeirra verðlögð á undir 150 milljónir króna. Í dag er hlutfall þeirra í kringum 53 prósent, en 47 prósent sérbýlishúsa eru verðlögð yfir 150 milljónir króna. Í mars, apríl og maí hefur undirvísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali verið í 111 stigum, en undirvísitalan var að meðaltali í 102,8 stigum á sama tímabili í fyrra. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um átta prósent á milli vormánaða 2024 og 2025, en til samanburðar hækkaði undirvísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu um fimm prósent á sama tíma. Umsvif á skammtímaleigumarkaði álíka mikil og í fyrra Alls voru um 7.400 eignir skráðar á skammtímaleiguvefnum Airbnb á öllu landinu í apríl þar sem helmingur eignanna staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingur utan þess. Airbnb skráningar í síðastliðnum aprílmánuði voru 3,5% fleiri en í aprílmánuði árið 2024. Alls eru um 5,5 prósent færri Airbnb-eignir í apríl miðað við sama mánuð árið 2019. Fjöldi eigna sem leigðar eru út á Airbnb hefur hins vegar ekki enn náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur. HMS Greina má augljósar árstíðarsveiflur á síðustu árum sem ná hámarki yfir sumartímann þegar ferðamenn koma til landsins í miklum mæli. Airbnb-eignum fjölgaði töluvert á milli mánaða í apríl síðastliðnum, en haldi þeim áfram að fjölga á sama hraða og á síðustu árum má búast við að umsvif á skammtímaleigumarkaði verði meiri í sumar en síðustu tvö sumur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis helst fjöldi Airbnb-eigna óbreyttur á milli ára á sama tíma og þeim fjölgar um þrjú prósent annars staðar á landsbyggðinni. Airbnb-eignum fjölgar mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar nemur fjölgunin um fimm prósent á milli aprílmánaða 2024 og 2025.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent