Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar 19. júní 2025 13:00 Ég er fimm barna móðir og á fimm barnabörn. Ég er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Ég hef starfað bæði í leik- og grunnskólum og þekki því vel til þeirra kerfa sem eru notuð til að „leiðrétta hegðun“ barna. Færð verðlaun þegar þú klárar… færð stjörnu þegar…Í gegnum árin studdist ég við atferlisfræðina – í kennslu, í uppeldi og í ráðgjöf. Ég reyndi að nota umbun og afleiðingar til að móta hegðun barna minna og nemenda. En alltaf var eitthvað sem strandaði. Þau fengu óbeint þau skilaboð að ef þeim tækist ekki ákveðið verkefni, væru þau ekki verðug að vera elskuð. Hvað með þau sem ekki réðu við verkefnið?Það var ekki fyrr en ég lærði tilfinningagreind og fór sjálf í gegnum djúpa innri vinnu sem ég áttaði mig á því hversu mikið af tilfinningum barna voru bældar – ekki vegna illvilja, heldur vegna þess að kerfið sjálft býður upp á stjórnun en ekki tengsl. 1. Hvað er atferlismeðferð? Atferlismeðferð byggir á rannsóknum atferlisstefnunnar sem þróaðist á 20. öld. Meðferðarformin byggja á klassískri og virkri skilyrðingu: að styrkja hegðun sem telst æskileg og draga úr þeirri sem ekki þykir viðeigandi. Í skólaumhverfi hefur þessi nálgun þýtt umbunarkerfi, afleiðingar og hegðunarstjórnun. 2. Þegar barn hættir að gráta – ekki vegna öryggis, heldur vegna einmanaleika Barnið hættir að gráta – en ekki af því að því líður betur, heldur vegna þess að það óttast höfnun. Við sjáum breytingu á hegðun, en ekki innri ró. Það lærir að bæla tilfinninguna, ekki að vinna með hana. Og það lærir að hlýðni skilar samþykki, en ekki að það sé í lagi að vera með sárar tilfinningar. Dr. Alice Miller skrifar: „Barn sem er refsað fyrir að finna til reiði eða sorgar lærir að bæla þessar tilfinningar — ekki vegna þess að þær hverfi, heldur af því að þær verða hættulegar að sýna.“ 3. Atferlismeðferð byggir á ótta eða umbun, ekki tengslum Það sem vantar í atferlisfræðina er það sem börn þurfa mest: öruggt tilfinningalegt rými, tengsl, samkennd, vitund um innri heim. Tilfinningagreind byggir á því að mæta hegðun með forvitni – ekki refsingu. Með því að skilja hvað liggur að baki hegðun getum við stutt barnið til að vaxa í sjálfsþekkingu. Hanna Hjertaas segir: „Fyrir aftan hverja hegðun barns býr tilfinning sem þarfnast tengingar. Þegar við hjálpum barninu að finna og tjá tilfinningarnar sínar, þarf það ekki lengur að hrópa þær út í gegnum hegðun.“ 3a. ART og TIME OUT – áhrif kerfisins á börn ART (Aggression Replacement Training) hefur verið innleitt í mörgum skólum sem úrræði fyrir börn með hegðunarvanda. Þó að ætlunin sé að hjálpa börnum að læra félagsfærni og sjálfstjórn, er nálgunin oft byggð á ytri stýringu, umbun og kerfisbundinni aðgreiningu frá öðrum nemendum. TIME OUT aðferðin, þar sem barn er tekið úr aðstæðum og látið „róa sig niður“, er dæmi um úrræði sem getur virst gagnlegt á yfirborðinu. En í stað þess að kenna barni að vinna með tilfinningar sínar, upplifir barnið einangrun og skömm. Það lærir að tilfinningar séu óæskilegar og að það þurfi að draga sig í hlé frá öðrum þegar það á erfitt. Eins og Dr. Bruce Lipton segir: „The moment a child begins to feel shame for natural emotional expression, the stress response activates. Over time, this becomes part of their biology.“ 4. Hverju hefur tilfinningagreind kennt mér sem móður og kennara? Tilfinningagreind hefur kennt mér að hegðun barns er oft aðeins birtingarmynd innri óöryggis. Að það sem virðist vera "óþekkt" er oft kallað eftir tengslum. Þegar barn fær að upplifa og fá orð á tilfinningar sínar minnkar þörfin fyrir að sýna óæskilega hegðun. Tengsl lækna – ekki stjórn. Dr. Gabor Maté segir: „Það sem hvert barn þarfnast er að vera séð, heyrt, skilið og haldið utan um. Ef það vantar, verður hegðun að tungumáli þarfa sem ekki hafa verið mætt.“ 5. Að ala upp manneskju – ekki bara þægilegt barn Við getum valið að ala upp börn sem vita hvernig þeim líður – í stað þess að einblína á að þau hegði sér eins og okkur hentar. Þegar börn fá að vera með öllum sínum tilfinningum í öruggu umhverfi, byggist sjálfstraust og samkennd. Þá læra þau að vera þau sjálf – ekki bara það sem aðrir vilja. Herdís Pálsdóttir bendir á: „Tilfinningagreind þroskast í öruggu sambandi. Börn læra sjálfsstjórn ekki með umbun og refsingu, heldur með því að einhver sé með þeim þegar tilfinningarnar flæða yfir.“ Niðurlag Ég ætla ekki að fordæma foreldra eða kennara sem nota aðferðir atferlisfræðinnar – ég var ein af þeim. En ég vil varpa ljósi á að það eru til aðrar leiðir. Leiðir sem byggja á tengingu, hlýju og tilfinningalegri viðveru. Börnin okkar þurfa ekki stjórn – þau þurfa tengsl. Dr. Gabor Maté skrifar: „Hegðun barns er ekki vandamálið — hún er birtingarmynd vandans.“ Dr. Bessel van der Kolk segir: „Að geta fundið til öryggis með öðrum er líklega mikilvægasti þátturinn í andlegri heilsu.“ Eg vil meina að frelsi er ekki að fá að gera allt sem maður vill, heldur að fá að upplifa allar tilfinningar án þess að upplifa skömm. Ég þakka þeim sem lásu Höfundur er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Heimildaskrá Maté, Gabor. In the Realm of Hungry Ghosts: Close Encounters with Addiction. Vintage Canada, 2008. Maté, Gabor. Hold On to Your Kids: Why Parents Need to Matter More Than Peers. Ballantine Books, 2011. Miller, Alice. The Drama of the Gifted Child: The Search for the True Self. Basic Books, 2001. van der Kolk, Bessel. The Body Keeps the Score: Brain, Mind, and Body in the Healing of Trauma. Viking, 2014. Lipton, Bruce H. The Biology of Belief: Unleashing the Power of Consciousness, Matter & Miracles. Hay House, 2005. Hjertaas, Hanna. EQ-terapi og følelseskompetanse. EQ Institute, Noregur. Pálsdóttir, Herdís o.fl. Geðrækt í skólastarfi: Grunnstoðir og leiðir. Háskóli Íslands, Ritröð Rannsóknarstofu í uppeldis- og menntunarfræðum, 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég er fimm barna móðir og á fimm barnabörn. Ég er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Ég hef starfað bæði í leik- og grunnskólum og þekki því vel til þeirra kerfa sem eru notuð til að „leiðrétta hegðun“ barna. Færð verðlaun þegar þú klárar… færð stjörnu þegar…Í gegnum árin studdist ég við atferlisfræðina – í kennslu, í uppeldi og í ráðgjöf. Ég reyndi að nota umbun og afleiðingar til að móta hegðun barna minna og nemenda. En alltaf var eitthvað sem strandaði. Þau fengu óbeint þau skilaboð að ef þeim tækist ekki ákveðið verkefni, væru þau ekki verðug að vera elskuð. Hvað með þau sem ekki réðu við verkefnið?Það var ekki fyrr en ég lærði tilfinningagreind og fór sjálf í gegnum djúpa innri vinnu sem ég áttaði mig á því hversu mikið af tilfinningum barna voru bældar – ekki vegna illvilja, heldur vegna þess að kerfið sjálft býður upp á stjórnun en ekki tengsl. 1. Hvað er atferlismeðferð? Atferlismeðferð byggir á rannsóknum atferlisstefnunnar sem þróaðist á 20. öld. Meðferðarformin byggja á klassískri og virkri skilyrðingu: að styrkja hegðun sem telst æskileg og draga úr þeirri sem ekki þykir viðeigandi. Í skólaumhverfi hefur þessi nálgun þýtt umbunarkerfi, afleiðingar og hegðunarstjórnun. 2. Þegar barn hættir að gráta – ekki vegna öryggis, heldur vegna einmanaleika Barnið hættir að gráta – en ekki af því að því líður betur, heldur vegna þess að það óttast höfnun. Við sjáum breytingu á hegðun, en ekki innri ró. Það lærir að bæla tilfinninguna, ekki að vinna með hana. Og það lærir að hlýðni skilar samþykki, en ekki að það sé í lagi að vera með sárar tilfinningar. Dr. Alice Miller skrifar: „Barn sem er refsað fyrir að finna til reiði eða sorgar lærir að bæla þessar tilfinningar — ekki vegna þess að þær hverfi, heldur af því að þær verða hættulegar að sýna.“ 3. Atferlismeðferð byggir á ótta eða umbun, ekki tengslum Það sem vantar í atferlisfræðina er það sem börn þurfa mest: öruggt tilfinningalegt rými, tengsl, samkennd, vitund um innri heim. Tilfinningagreind byggir á því að mæta hegðun með forvitni – ekki refsingu. Með því að skilja hvað liggur að baki hegðun getum við stutt barnið til að vaxa í sjálfsþekkingu. Hanna Hjertaas segir: „Fyrir aftan hverja hegðun barns býr tilfinning sem þarfnast tengingar. Þegar við hjálpum barninu að finna og tjá tilfinningarnar sínar, þarf það ekki lengur að hrópa þær út í gegnum hegðun.“ 3a. ART og TIME OUT – áhrif kerfisins á börn ART (Aggression Replacement Training) hefur verið innleitt í mörgum skólum sem úrræði fyrir börn með hegðunarvanda. Þó að ætlunin sé að hjálpa börnum að læra félagsfærni og sjálfstjórn, er nálgunin oft byggð á ytri stýringu, umbun og kerfisbundinni aðgreiningu frá öðrum nemendum. TIME OUT aðferðin, þar sem barn er tekið úr aðstæðum og látið „róa sig niður“, er dæmi um úrræði sem getur virst gagnlegt á yfirborðinu. En í stað þess að kenna barni að vinna með tilfinningar sínar, upplifir barnið einangrun og skömm. Það lærir að tilfinningar séu óæskilegar og að það þurfi að draga sig í hlé frá öðrum þegar það á erfitt. Eins og Dr. Bruce Lipton segir: „The moment a child begins to feel shame for natural emotional expression, the stress response activates. Over time, this becomes part of their biology.“ 4. Hverju hefur tilfinningagreind kennt mér sem móður og kennara? Tilfinningagreind hefur kennt mér að hegðun barns er oft aðeins birtingarmynd innri óöryggis. Að það sem virðist vera "óþekkt" er oft kallað eftir tengslum. Þegar barn fær að upplifa og fá orð á tilfinningar sínar minnkar þörfin fyrir að sýna óæskilega hegðun. Tengsl lækna – ekki stjórn. Dr. Gabor Maté segir: „Það sem hvert barn þarfnast er að vera séð, heyrt, skilið og haldið utan um. Ef það vantar, verður hegðun að tungumáli þarfa sem ekki hafa verið mætt.“ 5. Að ala upp manneskju – ekki bara þægilegt barn Við getum valið að ala upp börn sem vita hvernig þeim líður – í stað þess að einblína á að þau hegði sér eins og okkur hentar. Þegar börn fá að vera með öllum sínum tilfinningum í öruggu umhverfi, byggist sjálfstraust og samkennd. Þá læra þau að vera þau sjálf – ekki bara það sem aðrir vilja. Herdís Pálsdóttir bendir á: „Tilfinningagreind þroskast í öruggu sambandi. Börn læra sjálfsstjórn ekki með umbun og refsingu, heldur með því að einhver sé með þeim þegar tilfinningarnar flæða yfir.“ Niðurlag Ég ætla ekki að fordæma foreldra eða kennara sem nota aðferðir atferlisfræðinnar – ég var ein af þeim. En ég vil varpa ljósi á að það eru til aðrar leiðir. Leiðir sem byggja á tengingu, hlýju og tilfinningalegri viðveru. Börnin okkar þurfa ekki stjórn – þau þurfa tengsl. Dr. Gabor Maté skrifar: „Hegðun barns er ekki vandamálið — hún er birtingarmynd vandans.“ Dr. Bessel van der Kolk segir: „Að geta fundið til öryggis með öðrum er líklega mikilvægasti þátturinn í andlegri heilsu.“ Eg vil meina að frelsi er ekki að fá að gera allt sem maður vill, heldur að fá að upplifa allar tilfinningar án þess að upplifa skömm. Ég þakka þeim sem lásu Höfundur er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Heimildaskrá Maté, Gabor. In the Realm of Hungry Ghosts: Close Encounters with Addiction. Vintage Canada, 2008. Maté, Gabor. Hold On to Your Kids: Why Parents Need to Matter More Than Peers. Ballantine Books, 2011. Miller, Alice. The Drama of the Gifted Child: The Search for the True Self. Basic Books, 2001. van der Kolk, Bessel. The Body Keeps the Score: Brain, Mind, and Body in the Healing of Trauma. Viking, 2014. Lipton, Bruce H. The Biology of Belief: Unleashing the Power of Consciousness, Matter & Miracles. Hay House, 2005. Hjertaas, Hanna. EQ-terapi og følelseskompetanse. EQ Institute, Noregur. Pálsdóttir, Herdís o.fl. Geðrækt í skólastarfi: Grunnstoðir og leiðir. Háskóli Íslands, Ritröð Rannsóknarstofu í uppeldis- og menntunarfræðum, 2017.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun