Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 22:30 Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Guðmundur Vigfússon netagerðarmaður. Vísir Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni. Formaður Landssambands smábátasjómanna sagði í fréttum Sýnar í gær að sambandið hefði barist gegn botnvörpuveiðum í áratugi. Sambandið auglýsti gegn þeim í DV og Fréttablaðinu árið 2001. LÍÚ forveri SFS kallaði auglýsingarnar þá ómerkilegan áróður í fjölmiðlum. Gagnrýnin kom í kjölfar myndar Davids Attenboroughs um Hafið. Mikilvægt að bæta veiðiaðferðirnar Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að leita allra leiða til að takmarka umhverfisáhrif botnvörpuveiða sem og annarra veiðiaðferða. „Það á stöðugt að vera að endurbæta veiðarfæri. Togveiðarfæri eru í grunninn 140-150 ára gömul uppfinning og hafa í sjálfu sér ekki breyst. Útfærslurnar eru mismunandi. Við eigum að leita allra leiða til að lágmarka þá snertingu sem veiðarfærin hafa við botninn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að núverandi botnvörpuveiðar valdi ekki miklum skaða en hafi gert það áður fyrr. „Það er ýmislegt sem er verið að gera til þess að koma í veg fyrir að áhrif botnvörpunnar séu ekki til skaða. Það er ekki hægt að neita því að botnvörpuveiðar hér áður fyrr voru til mikils skaða og búið að brjóta niður kaldsjávarskóralla fyrir sunnan og vestan land,“ segir hann. Hann bendir á að Hafrannsóknarstofnun hafi lokað mörgum svæðum fyrir veiðum og þar eigi lífríkið og sé byrjað að jafna sig. Verndarsvæði Hafrannsóknarstofnunar þar sem ekki má í dag veiða eru rauð á kortinu.Vísir „Það er víða verið að vernda grunnslóðina fyrir trollinu,“ segir Þorsteinn. BBC fékk tökur fyrir Hafið Guðmundur Viðarsson sjómaður og veiðarfærahönnuður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar við Ísland segir að kvikmyndateymi BBC hafi haft samband við sig til að fá tökur frá honum fyrir heimildarmynd Davids Attenborough um Hafið. „Ég hef tekið eitthvað af þessum myndum sjálfur með myndavélum á trollum á Íslandi. Við höfum verið að nýta þessa tækni í veiðifærahönnun og meta það sem við sem við erum að gera til sjós. Ég tek þetta oft með þegar ég er á hafinu.“ Miðað við það sem þú hefur séð, hver eru áhrif þessara veiða á lífríkið þar sem veiðarnar eru stundaðar? „Áhrifin eru kannski ekki beint sjáanleg úr einni myndatöku yfir í eina veiðislóð. En þyngd veiðarfæra hefur gríðarleg áhrif og hönnun veiðarfæra hefur áhrif á botninn ef ekki rétt er farið að.“ Fiskeldi Hafið Umhverfismál Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Formaður Landssambands smábátasjómanna sagði í fréttum Sýnar í gær að sambandið hefði barist gegn botnvörpuveiðum í áratugi. Sambandið auglýsti gegn þeim í DV og Fréttablaðinu árið 2001. LÍÚ forveri SFS kallaði auglýsingarnar þá ómerkilegan áróður í fjölmiðlum. Gagnrýnin kom í kjölfar myndar Davids Attenboroughs um Hafið. Mikilvægt að bæta veiðiaðferðirnar Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að leita allra leiða til að takmarka umhverfisáhrif botnvörpuveiða sem og annarra veiðiaðferða. „Það á stöðugt að vera að endurbæta veiðarfæri. Togveiðarfæri eru í grunninn 140-150 ára gömul uppfinning og hafa í sjálfu sér ekki breyst. Útfærslurnar eru mismunandi. Við eigum að leita allra leiða til að lágmarka þá snertingu sem veiðarfærin hafa við botninn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að núverandi botnvörpuveiðar valdi ekki miklum skaða en hafi gert það áður fyrr. „Það er ýmislegt sem er verið að gera til þess að koma í veg fyrir að áhrif botnvörpunnar séu ekki til skaða. Það er ekki hægt að neita því að botnvörpuveiðar hér áður fyrr voru til mikils skaða og búið að brjóta niður kaldsjávarskóralla fyrir sunnan og vestan land,“ segir hann. Hann bendir á að Hafrannsóknarstofnun hafi lokað mörgum svæðum fyrir veiðum og þar eigi lífríkið og sé byrjað að jafna sig. Verndarsvæði Hafrannsóknarstofnunar þar sem ekki má í dag veiða eru rauð á kortinu.Vísir „Það er víða verið að vernda grunnslóðina fyrir trollinu,“ segir Þorsteinn. BBC fékk tökur fyrir Hafið Guðmundur Viðarsson sjómaður og veiðarfærahönnuður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar við Ísland segir að kvikmyndateymi BBC hafi haft samband við sig til að fá tökur frá honum fyrir heimildarmynd Davids Attenborough um Hafið. „Ég hef tekið eitthvað af þessum myndum sjálfur með myndavélum á trollum á Íslandi. Við höfum verið að nýta þessa tækni í veiðifærahönnun og meta það sem við sem við erum að gera til sjós. Ég tek þetta oft með þegar ég er á hafinu.“ Miðað við það sem þú hefur séð, hver eru áhrif þessara veiða á lífríkið þar sem veiðarnar eru stundaðar? „Áhrifin eru kannski ekki beint sjáanleg úr einni myndatöku yfir í eina veiðislóð. En þyngd veiðarfæra hefur gríðarleg áhrif og hönnun veiðarfæra hefur áhrif á botninn ef ekki rétt er farið að.“
Fiskeldi Hafið Umhverfismál Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira