Leverkusen að kaupa leikmann Liverpool fyrir metverð Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 10:32 Jarrell Quansah virðist vera á leið til Bayer Leverkusen. Mike Hewitt/Getty Images Liverpool er við það að ganga frá kaupum á dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen, og nú virðist sem þýska félagið ætli að endurgjalda hluta af upphæðinni með því að gera miðvörðinn Jarrell Quansah að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn