„Er allt komið í hund og kött?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júní 2025 11:26 Þingflokkur Framsóknar leggst gegn frumvarpi húsnæðismálaráðherra um gæludýrahald í fjöleignarhúsum. Vilhelm/Anton Brink Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. „Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“ Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“
Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira