Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 11:20 Til stóð að rukka 2.500 krónur fyrir hvern farþega í skemmtiferðaskipum sem þessum á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur