Tilnefna Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 13:22 Donald Trump hefur sjálfur sagst vilja vera talinn friðarsinni. EPA Fulltrúar Pakistans hafa ákveðið að tilnefna Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf hans í þágu friðarviðræðna á milli Indlands og Pakistan. Indverjarnir eru ekki eins ánægðir með gjörðir forsetans. Í tilkynningu frá fulltrúum Pakistan segir að forsetinn hafi sýnt mikla útsjónarsemi og framúrskarandi kænsku með öflugum diplómatískum samskiptum við fulltrúar Pakistan og Indlands. „Þessi málamiðlun er vitnisburður um hlutverk hans sem ósvikins friðarsinni,“ stendur í tilkynningunni sem fjallað er um á The Guardian. Það gleður án efa forsetann að vera kallaður friðarsinni. Í ræðu hans er hann var settur forseti í byrjun árs sagðist Trump vilja að þjóðin muni eftir honum sem friðarsinna og sameiningartákni. Ósætti um landsvæði í Kasmír-héraðinu á milli landanna tveggja leiddi til átaka í maí-mánuði. Þau hófust með árás vígamanna í apríl sem drápu 26 manns. Pakistan neitaði ábyrgð en indversk stjórnvöld afturkölluðu gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara og gerðu síðar árás á Pakistan 7. maí. Átökin stóðu þar til 10. maí þegar vopnahlé milli ríkjanna náðist með aðkomu bandarískra ráðamanna. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðlinum sínum, áður en ríkin tvö staðfestu fregnirnar. Fulltrúar Pakistan segja það sé Bandaríkjunum að þakka að átökunum lauk en fulltrúar Indlands segja að um tvíhliða samkomulag milli herjanna tveggja hafi séð um vopnahléið. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að engin milligönguaðferð hefði átt sér stað. Áður hefur verið greint frá því að ráðamenn Indlands séu ósáttir með ákvarðanir Trumps sem hefur ítrekað eignað sér heiðurinn að vopnahléi. Donald Trump Bandaríkin Indland Pakistan Nóbelsverðlaun Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Í tilkynningu frá fulltrúum Pakistan segir að forsetinn hafi sýnt mikla útsjónarsemi og framúrskarandi kænsku með öflugum diplómatískum samskiptum við fulltrúar Pakistan og Indlands. „Þessi málamiðlun er vitnisburður um hlutverk hans sem ósvikins friðarsinni,“ stendur í tilkynningunni sem fjallað er um á The Guardian. Það gleður án efa forsetann að vera kallaður friðarsinni. Í ræðu hans er hann var settur forseti í byrjun árs sagðist Trump vilja að þjóðin muni eftir honum sem friðarsinna og sameiningartákni. Ósætti um landsvæði í Kasmír-héraðinu á milli landanna tveggja leiddi til átaka í maí-mánuði. Þau hófust með árás vígamanna í apríl sem drápu 26 manns. Pakistan neitaði ábyrgð en indversk stjórnvöld afturkölluðu gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara og gerðu síðar árás á Pakistan 7. maí. Átökin stóðu þar til 10. maí þegar vopnahlé milli ríkjanna náðist með aðkomu bandarískra ráðamanna. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðlinum sínum, áður en ríkin tvö staðfestu fregnirnar. Fulltrúar Pakistan segja það sé Bandaríkjunum að þakka að átökunum lauk en fulltrúar Indlands segja að um tvíhliða samkomulag milli herjanna tveggja hafi séð um vopnahléið. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að engin milligönguaðferð hefði átt sér stað. Áður hefur verið greint frá því að ráðamenn Indlands séu ósáttir með ákvarðanir Trumps sem hefur ítrekað eignað sér heiðurinn að vopnahléi.
Donald Trump Bandaríkin Indland Pakistan Nóbelsverðlaun Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira